fbpx
Laugardagur, janúar 18, 2025
HeimFréttirKlúður ritstjórans - afsökunarbeiðni

Klúður ritstjórans – afsökunarbeiðni

Tveimur deilumálum á Vesturhamrinum ruglað saman

Ritstjóra Fjarðarfrétta varð aldeilis á í messunni í umfjöllun um samþykkt skipulags- og byggingarráðs á breytingu á deiliskipulagi Hamarsbrautar 5.

Engar kærur hafa verið lagðir fram í þessu máli, hvorki gegn Hafnarfjarðarbæ eða Gunnari Hjaltalín sem ranglega er sagður eigandi lóðarinnar. Var fréttin leiðrétt í rafrænni útgáfu Fjarðarfrétta og ný frétt rituð á www.fjardarfrettir.is

Viðeigandi eru beðnir afsökunar á þessu klúðri undirritaðs í prentuðu blaði Fjarðarfrétta.

    Guðni Gíslason ritstjóri.

Í umfjölluninni er ruglað saman tveimur deilumálum á Vesturhamrinum, deilum um breytingu á Hamarsbraut 5 sem fjallað er um í greininni og deilum um deiliskipulagsbreytingu á lóðunum Hellubraut 5 og Hellubraut 7 en þar hafa íbúar að Hamarsbraut 6 og Hamarsbraut 8 stefnt Hafnarfjarðarbæ og Gunnari Hjaltalín sem eiganda Hellubrautar 7 (þeirri lóð skipt upp í tvær lóðir nr. 5 og 7) þar sem krafist er að felld verði úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar frá 9. nóv. 2016 að samþykkja breytingu á deiliskipulagi fyrir þessar lóðir. og að felldar verði úr gildi ákvarðanir byggingarfulltrúa dags. 23. ágúst 2017 um að samþykkja umsóknir um byggingarleyfi að Hellubraut 5 og Hellubraut 7.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2