Meistaraflokkur kvenna í Haukum heimsótti í síðustu viku knattspyrnufélagið Wolfsburg í Þýskalandi. Ferðin hefur verið afar lærdómsrík og skemmtileg og móttökur Wolfsburg hafa verið ótrúlegar að sögn Halldórs Jóns Garðarssonar formaður meistaraflokksráðs kvenna
Magnaður leikvangur og hádegisverður með Söru Björk
Haukakonur æfðu á æfingasvæði félagsins, fengu kynningu á starfssemi félagsins og stórglæsilegur AOK Stadion völlur kvennaliðs Wolfsburg var heimsóttur. Þar gengu forráðamenn og fjölmiðlafulltrúi félagsins með hópnum um leikvanginn og ljóst að þegar völlurinn var byggður fyrir 2 árum var hugsað fyrir öllum þörfum fyrir frábæra aðstöðu.
Stelpurnar áttu svo skemmtilega stund þegar þær borðuðu hádegismat með landsliðsfyrirliða Íslands Söru Björk Gunnarsdóttur en hún leikur með liðinu. Sara Björk lék með Haukum frá 6 ára aldri til 18 ára aldurs. Síðan þá hefur hún leikið með Breiðabliki, Rosengård í Svíðþjóð og hóf svo að leika með Wolfsburg í fyrra og hefur skorað eitt mark fyrir liðið.
„Það hefur verið mjög áhugavert fyrir leikmenn ásamt forráðamönnum Hauka að sjá hvernig staðið er að kvennaknattspyrnu hjá einu fremsta félagi Evrópu. Heimsóknin hefur framið fram úr væntingum og í framhaldinu verður skoðuð frekari samvinna milli félaganna,“ segir Halldór.
3-3 jafntefli og fylgst með Söru Björk keppa
Á laugardaginn léku Haukar æfingaleik við blandað vara- og unglingalið Wolfsburg og skildu liðin jöfn 3-3 í skemmtilegum leik þar sem Þórdís Elva Ágústsdóttir, Margrét Björg Ástvaldsdóttir og Heiða Rakel Guðmundsdóttir skoruðu mörk Hauka. Hann fór fram á gamla aðalvelli félagsins sem getur tekið um 20 þúsund áhorfendur. Dagurinn endaði svo á því að horfa á leik hjá karlaliði Wolfsburg í Bundisligunni þar sem liðið vann Darmstadt 1-0.
Á sunnudaginn fóru Haukar svo á stórleik í Bundisligu kvenna þar sem heimastúlkur með Söru Björk í lykilhlutverki tóku á móti Bayern Munchen, en þessi lið berjast í toppi deildarinnar. Wolfsburg vann leikinn 2-0.