Þriðjudagur, mars 4, 2025
HeimFréttirKökulist fagnar 24 ára afmæli sínu með afmælisköku

Kökulist fagnar 24 ára afmæli sínu með afmælisköku

Býður upp á afmælisköku á föstudaginn kl. 15

Hjónin  Jón Rúnar Arilíusson bakarameistari og Elín María Nielsen reka fyrirtækið Kökulist sem nú er með tvö bakarí, í verslunar­miðstöðinni Firði og að Hólagötu 17 í Reykjanesbæ. Hóf Jón rekstur bakarís í Hafnarfirði fyrir 24 árum síðan að Miðvangi 41.

Jón Rúnar Arilíusson og Elín María Nielsen fögnuðu í síðustu viku fjórðu viðurkenningunni, framúrskarandi fyrirtæki.

Um 50 starfsmenn eru hjá fyrirtækinu en kaffihús er á báðum stöðunum með fjölbreyttu úrvali. Jón er þekktur fyrir að hafa snemma farið að bjóða eingöngu súrdeigsbrauð að undanskildu normalbrauðinu að sögn Jóns. Alls koma um 70 vörutegundir út úr ofnin­um sem segir nokkuð um hið fjölbreytta úrval sem bakaríin bjóða upp á. Og fastagestirnir eru fjölmargir að sögn þeirra hjóna.

Jón leggur mikið upp úr gæðum og segir mikilvægt að vera heiðarlegur og samkvæmur sjálfum sér. Það gangi ekki að spara við sig í bakstrinum.

Afmæliskaka og hrekkjavökukökur

Kökulist fagnar afmælinu í Firði með afmælistertu á föstudaginn kl. 15 og vonast þau eftir að fólk kíki við og fái sér sneið.

Þá verða þau með mikið úrval af hrekkjavökukökum, muffins og kökupinnum en opið er kl. 8-18 alla daga nema sunnudaga en þá er opið kl. 9-17.

Hrekkjavökukaka

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2