fbpx
Fimmtudagur, janúar 9, 2025
target="_blank"
HeimFréttirKörfuboltafólkið Helena Sverrisdóttir og Kári Jónsson íþróttamenn Hauka 2016

Körfuboltafólkið Helena Sverrisdóttir og Kári Jónsson íþróttamenn Hauka 2016

Gunnar Magnússon var útnefndur þjálfari ársins

Knattspyrnufélagið Haukar útnefndu í dag, gamlársdag, íþróttakarl og íþróttakonu Hauka 2016. Deildir félagsins, almenningsíþróttadeild, handknattleiksdeild, karatedeild, knattspyrnudeild og körfuknattleiksdeild tilnefndu öll eina konu og einn karl.

haukar_ithrottamenn-005Körfuknattleikskonan Helena Sverrisdóttir var útnefnd íþróttakona Hauka 2016 og körfuknattleiksmaðurinn Kári Jónsson var útnefndur íþróttakarl Hauka 2016. Helena tók við verðlaununum á hátíð á Ásvöllum í dag en bróðir Kára tók við verðlaununum fyrir hans hönd.

Helena Sverrisdóttir
Helena Sverrisdóttir

Helena Sverrisdóttir  átti frábært tímabil í fyrra og leiddi lið Hauka til deildarmeistaratitils og í úrslitaleik Dominosdeildar kvenna þar sem Hauka liðið þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Snæfelli í oddaleik. Helena sýndi á síðasta tímabili af hverju hún er talinn besti kvenna körfuboltaleikmaður sögunnar, en hún sýndi oft á tíðum stórkostleg tilþrif þar sem hún leiddi útlendingalaust Haukalið í úrslit. Herlena var auk þess lykilmaður í  A- landsliði KKÍ þar sem hún leiddi liðið í stærsta sigri sem kvennalandsliðið hefur náð er þær lögðu Ungverja hér heima í stórkostlegum leik, þar sem Helena skoraði yfir 30 stig og tók yfir 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.

Kári Jónsson átti einstaklega gott tímabil í fyrra í Dominosdeild karla. Þrátt fyrir ungan aldur, fæddur 1997, var hann lykilmaður í Haukaliðinu  sem átti einstaklega gott ár í fyrra  og fór alla leið í úrslitaviðureign deildarinnar. Kári leiddi sóknarleik liðsins af ótrúlegri rósemi og festu og sýndi einstaka leiðtogahæfileika. Kári var valinn besti  leikmaður seinni umferðar Dominosdeildarinnar sem er einstakt afrek af svo ungum leikmanni en hann var einnig valinn í 5 manna stjörnulið deildarinnar. Kári  var auk þess lykilmaður í frábærum árangri U20 ára landsliðs KKÍ þar sem þeir unnu sér sæti í A riðli og átti Kári þar frábæra leiki og sem dæmi skoraði hann 28 stig í mikilvægum sigri á Grikkjum í 8 liða úrslitum. Kári var einnig valinn í 18 manna æfingahóp A- landsliðsins og gerði svo skólasamning við Drexel skólann í Philadelphia. Kári var í sumar valinn einn af 10 efnilegustu leikmönnum Evrópu í sínum aldursflokki.

haukar_ithrottamenn-053

Aðrir sem tilnefndir voru:

  • Guðrún Ásta Árnadóttir almenningsíþróttadeild
  • Hjördís Helga Ægisdóttir karatedeild
  • Sara Rakel Hinriksdóttir knattspyrnudeild
  • Maria Innes de Silva Perrera handknattleiksdeild
  • Gunnar Ingi Ingvarsson karatedeild
  • Sigurður Sveinn Antonsson almenningsíþróttadeild
  • Alexander Freyr Sindrason knattspyrnudeild
  • Janus Daði Smárason handknattleiksdeild

Gunnar útnefndur þjálfari ársins

haukar_ithrottamenn-063Gunnar Magnússon var útnefndur þjálfari Hauka 2016.

Gunnar tók við þjálfun karlaliðs Hauka vorið 2015 og stýrði meistaraliði Hauka til sigurs í 3 af 4 keppnum sitt fyrsta tímabil þar sem  Haukar hömpuðu Íslandsmeistaratitli, Deildarmeistara- og Deildarbikarmeistaratitli ásamt því að leika í undanúrslitum í Bikarkeppni HSÍ. Haukar sýndu mikla yfirburði í Deildarkeppninni s.l. ár og sýndi Gunnar mikla  kænsku við stjórn liðsins allt tímabilið. Gunnar hefur sýnt og sannað að hann er einn af Íslands færustu þjálfurum og er ákaflega þægilegur og faglegur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur.

Aðrir sem tilnefndir voru:

  • Eva Ósk Gunnarsdóttir karateþjálfari
  • Ívar Ásgrímsson körfuknattleiksþjálfari
  • Kjartan Stefánsson handknattleiksþjálfari

Guðborg heiðruð

haukar_ithrottamenn-026Guðborg Halldórsdóttir fékk sérstaka viðurkenningu fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir Hauka.

„Heldri Haukar“ fengu viðurkenningu

haukar_ithrottamenn-032

Hópur eldri Hauka sem vinna mikið og óeigingjarnt starf fyrir félaga var sérstaklega heiðraður en þeirra verk er m.a. að koma bílaleigubílum út á Keflavíkurflugvöll sem er fjáröflun fyrir félagið. Þeir voru heiðraðir sérstaklega.

Landsliðsfólk Hauka heiðrað

Stór hópur úr flestum deildum félagsins tekur þátt í landsliðsverkefnum og voru þeir einstaklinga sérstaklega heiðraðir með rós.

Íþróttafólk Hauka sem tóku þátt í landsliðsverkefnum
Íþróttafólk Hauka sem tóku þátt í landsliðsverkefnum

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2