fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirKvikugangurinn stækkar og auknar líkur á gosi

Kvikugangurinn stækkar og auknar líkur á gosi

Vísindaráð almannavarna fundaði á fjarfundi í dag til að ræða jarðskjálftahrinuna á Reykjanesskaga. Fundinn sátu sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands, ÍSOR, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Orkuveitu Reykjavíkur auk fulltrúa frá Embætti landlæknis, Isavia-ANS og HS-Orku. Á fundinum var farið yfir mælingar og gögn sem hafa borist síðasta sólarhringinn.

Á meðan kvika heldur áfram að flæða inn í ganginn þarf að reikna með að það geti gosið á svæðinu

Kvikugangurinn heldur áfram að stækka og er mesta kvikuflæðið bundið við suðurenda hans. Á meðan kvika heldur áfram að flæða inn í ganginn þarf að reikna með að það geti gosið á svæðinu. Eftir því sem núverandi ástand stendur lengur aukast líkur á gosi. Afar litlar líkur eru á því að slíkt gos nái í byggð.

Vísindaráðið telur mikilvægt að fylgjast náið með virkninni í suðurhlíðum Fagradalsfjalls til að sjá hvort að þessi virkni er vísbending um að kvikugangurinn sé að stækka í suður.
Úrvinnsla á gervihnattamyndum sem bárust í morgun og nýjustu GPS mælingum er sögð staðfesta að kvikusöfnun er áfram skorðuð við suðurenda kvikugangsins sem nær frá Keili að Fagradalsfjalli. Sá staður er áfram talinn vera líklegasti staðurinn komi til eldgoss.

Ef kvikugangurinn heldur áfram að stækka og valda spennu á svæðinu, má eiga von á skjálftum sem finnast í byggð, sambærilegum þeim sem orðið hafa síðustu sólarhringana.
Nánar um niðurstöðu fundarins:

Snarpir jarðskjálftar mældust í suðurhlíðum Fagradalsfjalls í nótt og það sem af er degi og tengjast umbrotum syðst í kvikuganginum. Eins mældust nokkrir gikkskjálftar rétt norður af Grindavík en myndun kvikugangsins veldur spennubreytingum á stóru svæði m.a. vestur af Fagradalsfjalli. Skjálftavirknin í morgun hefur samanstaðið af minni skjálftum um 2 að stærð. Á meðan að það fyllist jafnt og þétt í kvikuganginn má áfram búast við kaflaskiptri og kviðóttri skjálftavirkni.

Úrvinnsla á gervihnattamyndum sem bárust í morgun og nýjustu GPS mælingum, staðfesta að kvikusöfnun er áfram skorðuð við suðurenda kvikugangsins sem nær frá Keili að Fagradalsfjalli. Sá staður er áfram talinn vera líklegasti staðurinn komi til eldgoss.

GPS mælingar benda til þess að hægt hafi örlítið á kvikuflæði, en óvissan í þeim mælingum er þó talsverð þar sem kvikan liggur mjög grunnt í jarðskorpunni (á um 1 km dýpi). Það er þó mat vísindaráðs að mikilvægt er að fylgjast náið með virkninni í suðurhlíðum Fagradalsfjalls til að sjá hvort að hún er vísbending um að kvikugangurinn sé að stækka til suðurs.

Kvikugangurinn er milli Keilis og Fagradalsfjalla og meiri líkur eru taldar á að ef gos verði, komi það upp við Fagradalsfjall.

Kvika mun ekki komi upp með látum ef til eldgoss kemur

Eins og staðan er metin núna þá situr kvikan mjög grunnt, á 1-1.5 km dýpi. Það er mikilvægt að átta sig á því að ef kvika brýtur sér leið alla leið upp á yfirborðið þá má búast við að það gæti gerst án mikilli átaka eða skjálftavirkni. Dæmi um slíkt má sjá í gosinu sem hófst á Fimmvörðuhálsi árið 2010. Þá sáust ekki skýr merki um upphaf goss á mælitækjum Veðurstofunnar og voru það fréttir frá sjónarvottum sem staðfestu að kvika væri komin upp.

Í þessu ljósi hefur Veðurstofan sett upp vefmyndavélar sem hægt er að notast við til að fylgjast með því ef kvika kemur upp.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2