fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirLágmarksmönnun í skólum bæjarins en almennt skólahald fellur niður

Lágmarksmönnun í skólum bæjarins en almennt skólahald fellur niður

Skólar opnir fyrir fólk sem nauðsynlega þarf að nýta þjónustuna vegna vinnu sinnar

Reglulegt skólahald fellur niður í Hafnarfirði á morgun, föstudag, vegna veðurs en leikskólar og grunnskólar verða engu að síður opnir með lágmarksmönnun fyrir fólk sem þarf nauðsynlega á vistun fyrir börn sín að halda. Fyrir fólk sem sinnir neyðarþjónustu, löggæslu, slökkvistörfum og björgunarsveitarútköllum.

Veðrið gengur niður eftir kl. 15 samkvæmt spá sem þýðir að ýmis þjónusta raskast eða fellur niður í fyrramálið og jafnvel allan daginn.

Helstu upplýsingar

  • Almennt skólahald fellur niður
  • Sundlaugar í Hafnarfirði verða lokaðar en opna kl. 15
  • Frístundaheimili opna þegar viðvörunum lýkur. Eins og staðan er núna er appelsínugul viðvörun í gildi til kl. 15:00
  • Skerðing verður á heimaþjónustu en neyðartilvikum sinnt eftir föngum
  • Söfn verða lokuð á morgun nema annað verði tilkynnt
  • Þjónustuver og þjónustumiðstöð verða opnar og svara í síma

Fólk er hvatt til þess að halda sig heima í fyrramálið og fylgjast vel með tilkynningum frá almannavörnum

Staðan verður endurmetin í fyrramálið.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2