fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirLandsnet brást skjótt við eftir frétt í Fjarðarfréttum

Landsnet brást skjótt við eftir frétt í Fjarðarfréttum

Háspennustrengir lágu yfir fjölfarinn göngustíg ofan við Skarðshlíðarhverfið

Í nýjasta tölublaði Fjarðarfrétta, sem dreift verður í hús á morgun er frétt um háspennulínur sem legið hafa þvert yfir göngustíg í Skarðshlíð á fjórðu viku.

Lokið er við að færa háspennulínur út af byggingarsvæðinu í Skarðshlíð yfir á bráðabirgðamöstur en það er gert þar sem framkvæmdir við Lyklafellslínu stöðvuðust vegna kröfu um um­hverfis­mat. Síðan gömlu ragmagnslínurnar voru teknar niður hafa þær legið á jörðinni og m.a. þvert yfir nokkuð fjölfarinn útivistarstíg en línurnar liggja í um 10 cm hæð yfir jörðu.

Getur verið varasamt að falla um þær og undarlegt að ekkert skuli gert til að forðast áhættuna með því að fjarlægja línurnar eða fergja við göngustíginn.

Blaðið var rétt komið á vefinn er starfsmenn Landsnets sáu fréttina og brugðist var skjótt við og hafist handa við að fjarlægja línurnar og áhersla lögð á að fjarlægja þær fyrst af göngustígnum.

Góð viðbrögð hjá Landsneti!

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2