fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirLeikskólabörn báðu bæjarstjóra um lagfæringar á leiktækjum

Leikskólabörn báðu bæjarstjóra um lagfæringar á leiktækjum

Elstu börnin á leikskólanum Hlíðarbergi mættu til bæjarstjóra í dag ásamt starfsfólki skólans. Tilgangurinn var að vekja athygli á því að mörg leiktækjanna í skólanum væru orðin úr sér gengin og þyrftu endurnýjunar við.

Höfðu börnin undirbúið sig vel, teiknað myndir af þeim tækjum sem þau vildu fá auk þess sem þær Fanndís Embla og Svandís Karla lásu upp sameiginlega beiðni til Rósu bæjarstjóra.

Fannst þeim greinilega mikil stund að fá að koma á skrifstofu bæjarstjóra og spurðu ýmissa spurninga. M.a. var spurt að því hvort bæjarstjóri ætti mikið af spýtum og var því svarað játandi enda margt til hjá Hafnarfjarðarbæ.

Afhentu krakkarnir Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra bænarskjal og fjölmargar myndir sem áttu að skýra ástandið en börnin úr Tröllahlíð sem þarna mættu eru öll að fara í grunnskóla í haust og flest í Setbergsskóla. Vildu þau að þau börn sem kæmu ný í þeirra deild í haust fengju að leika sér í góðum leiktækjum og öruggum.

Tók bæjarstjóri við skilaboðunum og sagðist koma þeim í réttan farveg en benti jafnframt á að það væri skólastjórnenda að tilkynna um viðhaldsþörf og væri ákveðin forgangsröð í gangi.

Takk Rósa, hljómaði svo hjá hópnum í lokin og hurfu þau út í góða veðrið og stefndu á að fara með strætó í Setbergið.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2