fbpx
Föstudagur, febrúar 21, 2025
HeimFréttirLeikskólakennarar í Hafnarfirði samþykktu að fara í verkfall

Leikskólakennarar í Hafnarfirði samþykktu að fara í verkfall

Félagsfólk Félags leikskólakennara, sem starfar í leikskólum í Hafnarfirði og Fjarðabyggð hefur samþykkt að fara í verkfall í mars, hafi samningar ekki náðst.

Yfirgnæfandi meirihluti félagsfólks Félags leikskólakennara (FL), sem starfar annars vegar hjá Hafnarfjarðarkaupstað og hins vegar hjá Fjarðabyggð, hefur samþykkt boðun verkfalls hafi samingar ekki náðst.

Hafi samningar ekki náðst hefst verkfall í leikskólum í Hafnarfirði 17. mars og 24. mars í Fjarðabyggð. Verkföllin verða ótímabundin.

Þátttaka í atkvæðagreiðslu var í báðum tilfellum yfir 80 prósent. 100% sögðu já í öðru sveitarfélaginu og 98% í hinu.

Ótímabundið verkfall skellur á í leikskólum Kópavogsbæjar 3. mars næstkomandi, hafi samningar ekki náðst.

Félagsfólk FL, sem starfar í Leikskóla Snæfellsbæjar, hefur verið í verkfalli síðan 1. febrúar síðastliðinn.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2