fbpx
Föstudagur, janúar 17, 2025
HeimFréttirLeikskólinn Hjalli og Hjallastefnan fagnaði 30 ára afmæli

Leikskólinn Hjalli og Hjallastefnan fagnaði 30 ára afmæli

Var umdeildur og fékk mikla andstöðu í byrjun

Leikskólinn Hjalli fagnaði 30 ára afmæli sínu í síðustu viku.

Var sett upp lítil sögusýning með myndum úr öflugu starfinu í gegnum tíðina og móttaka var í húsakynnum skólans.

Á sýningunni má sjá að skólinn var umdeildur í upphafi og sagði Margrét Pála Ólafsdóttir stofnandi Hjallastefnunnar að andstaða hafi m.a. komið frá öðrum leikskólakennurum.

Frá upphafi var sýnin fyrir nýjan skóla skýr og einföld. Hún var sú að tryggt skyldi að hverju einasta barni liði vel í skólanum.

Stoðirnar þrjár, jafnrétti, lýðræði og sköpun, eru einföld framsetning á allri hugmyndafræði Hjallastefnunnar og fela í sér bæði meginreglur og kynjanámskrá stefnunnar. Allt starf og allar lausnir þurfa að standast ítarlega skoðun á því hvort þær hvíli raunverulega á stoðunum þremur.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2