fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirLétu taka niður listaverk á gafli Hafnarborgar

Létu taka niður listaverk á gafli Hafnarborgar

Ólafur Ólafsson, annar aðstandenda yfirstandandi sýningar í aðalsal Hafnarborgar, Töfrafundur – átatug síðar, hringdi á lögregluna og tilkynnti stuld á listaverki í gær er hann sá að stórt listaverk sem hékk úti á gafli listasafnsins var horfið. Hafði verkið verið fært út á gaflinn sl. föstudag eftir að munnlegt layfi hafði fengist hjá starfsfólki framkvæmdasviðs bæjarins sl. fimmtudag.

Sýningin fjallar um stjórnarskrármálið og á að færa pólitísk álitamál yfir á listrænt svið og út til almennings. Spænsk-íslenska listamannatvíeykið Libia Castro og Ólafur Ólafsson standa að sýningunni. Sýningin var opnuð 20. mars og stendur til 30. maí nk. Tíu ár er liðin síðan listamennirnir héldu síðast einkasýningu í Hafnarborg, þá byggða á stjórnarskránni frá 1944, og eins er áratugur síðan tillagan að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland var samin.

Verkið sem fjarlægt var er stór grænn dúkur þar sem einn af miðum, sem þáttakendur á fundi stjórnlagaráðs höfðu notað til að skrá niður ábendingar, var stækkaður á.

Haft er eftir Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra á visir.is að tilskilin leyfi hafi ekki legið fyrir. Það voru starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar sem tóku verkið niður og skiluðu því þegar lögreglan mætti á staðinn. Ólafur fullyrðir að verkið hafi verið tekið niður að kröfu bæjarstjóra og yfirmanns menningar- og ferðamála í bænum.

Segist Libia Castro þetta ekki aðeins mjög alvarlegt, heldur mikið áhyggjuefni og sorglegt… svona obinber árás hér á Íslandi.. og ofan á allt eitthvað sem við höfum aldrei upplifað á þennan hátt í 24 ára starfi okkar í opinberu rými.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2