fbpx
Mánudagur, desember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirLíðanfundir Öldutúnsskóla hlutu Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2024

Líðanfundir Öldutúnsskóla hlutu Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2024

Öldutúnsskóli og Brekkuskóli á Akureyri hlutu Foreldraverðlaun Heimilis og skóla í ár.

Voru þau afhent í 29. sinn við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu í gær miðvikudag.

Fékk Öldutúnsskóli verðlaunin fyrir verkefnið Líðanfundir en Brekkuskóli fékk verðlaunin fyrir verkefnið 1, 3, 5, 8 foreldrasamstarf.

Eineltisteymi Öldutúnsskóla boðar foreldra á líðanfundi. Á þessum fundum hittast foreldrar hvers bekkjar ásamt umsjónarkennara og fulltrúa eineltisteymis. Á þessum fundum ræða foreldrar saman um líðan sinna barna, félagslega stöðu, reglur sem eru í gildi á heimilum, tengsl heimilis og skóla og fleira.

Í tilkynningu frá Heimili og skóla segir að verkefni skólanna stuðli að góðri og náinni samvinnu milli heimila og skóla, séu í takti við farsældarsáttmála Heimilis og skóla ásamt því að ríma nákvæmlega við það sem Heimili og skóli standa fyrir. Verkefnin eigi það sameiginlegt að bjóða foreldrum til samstarfs.

Tekið var við tilnefningum frá almenningi en sérstök dómnefnd fór yfir allar tilnefningar líkt og venjan er og valdi verðlaunahafa. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra ávarpaði samkomuna og afhenti verðlaunin.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2