Lionsklúbburinn Ásbjörn heimsótti heimilið að Steinahlíð í lok nóvember og færði íbúum og starfsfólki 200.000 kr. til húsbúnaðarkaupa.
Nú prýða ný kaffivél, nýtt sjónvarpstæki og stofuborð heimilið og er óhætt að segja að heimilisfólkið sé alsælt með gjöfina. Lionsklúbburinn Ásbjörn, sem stofnaður var 1973, starfar að góðgerðarmálum í Hafnarfirði, á Íslandi og í alþjóðaverkefnum Lionsclubs International.
Hafnarfjarðarbær heldur úti og rekur tólf heimili fyrir fatlað fólk í Hafnarfirði. Þjónustan er ætluð fyrir fólki með fötlun sem hafa varanlegt örorkumat. Þessi búsetuúrræði bæjarins gera fötluðu fólki kleift að búa á eigin heimili í samræmi við þarfir og óskir eftir því sem kostur er með það fyrir að augum að efla vald þess yfir aðstæðum og eigin lífi.
Úr tilkynningu.