fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirLionsklúbbur Hafnarfjarðar gaf eina milljón til sporhundastarfs BSH

Lionsklúbbur Hafnarfjarðar gaf eina milljón til sporhundastarfs BSH

Heimsforseti Lions fræddist um sporhunda Björgunarsveitar Hafnarfjarðar

Lionsklúbbur Hafnarfjarðar hefur rausnarlega stutt við rekstur sporhunda Björgunarsveitar Hafnarfjarðar og hafa árlega lagt háa fjárhæð til sveitarinnar.

Klúbburinn notaði tækifærið þegar heimsforseti Lions 2021-2022, Douglas X Alexander, frá Bokklyn í New York í Bandaríkjunum, heimsótti landið og kynntist Lionsstarfinu hér á landi.

Kom hann í heimsókn til Björgunarsveitar Hafnar­fjarðar og fékk að kynnast starfsemi sporhunda­deild­ar­innar sem svo rausnarlega hefur verið styrkt af Lions.

Hópurinn sem heimsótti Björgunarsveit Hafnarfjarðar. – Ljósmynd: Guðni Gíslason

Lionsklúbbur Hafnarfjarðar var stofnaður 1956 og undanfarin ár hefur aðalfjáröflun klúbbsins verið sala á Gaflaranum, sem hjá mörgum er orðinn safngripur. Klúbbfundir eru tvisvar á mánuði yfir vetrartímann. Lionsklúbbur Hafnarfjarðar er einn þriggja Lions­klúbba í Hafnarfirði en hinir eru Ásbjörn og Kaldá.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2