fbpx
Sunnudagur, nóvember 24, 2024
target="_blank"
HeimFréttirLionsklúbbur Hafnarfjarðar hefur styrkt Mæðrastyrksnefnd rausnarlega

Lionsklúbbur Hafnarfjarðar hefur styrkt Mæðrastyrksnefnd rausnarlega

Hafa styrkt Mæðrastyrksnefnd undanfarin ár

Lionsklúbbur Hafnarfjarðar afhenti á fundi sínum fyrir skömmu Mæðra­styrksnefnd 750 þúsund krónur, en áður hafði verkefnanefnd klúbbsins samið við Fjarðarkaup um 250 þúsund króna framlag. Samtals var styrk­veitingin því ein miljón króna í formi greiðslukorta.

Ásta Eyjólfsdóttir tók á móti styrkn­um úr hendi Magnúsar In­gjalds­sonar formanns verkefnanefndar klúbbsins. Jafnframt var samþykkt á fundinum að styrkja Mæðrastyrksnefnd enn frekar í desember og sl. laugardag styrkti klúbburinn Mæðrastyrksnefnd um 1,5 milljón kr. í formi greiðslukorta hjá Fjarðarkaupum.

Hefur framlagið til nefndarinnar verið 2,5 milljónir kr. í ár!

Á síðasta ári styrkti klúbburinn ásamt ekkju eins félaga, Mæðra­styrksnefnd um eina og hálfa miljón ásamt framlagi frá Fjarðarkaupum.

Lionsklúbbur Hafnarfjarðar hefur starfað í 65 ár í Hafnarfirði og í honum eru 32 félagar sem vinna ötullega að velferðarmálum í heimabyggð og á alþjóðavísu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2