Félagar í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar færðu í síðustu viku Björgunarsveit Hafnarfjarðar eina milljón króna styrk.
Er styrknum ætlað að styðja við starf sporhundastarfs sveitarinnar en sveitin er nú með tvo sporhunda og eru það einu sérþjálfuðu sporhundar landsins.
Lionsklúbbur Hafnarfjarðar hefur verið dyggur stuðningsaðili sveitarinnar og styrkt sporhundastarfið myndarlega á liðnum árum.
Þórir Sigurhansson, sporhundaþjálfari, kynnti félagsmönnum Lionsklúbbs Hafnarfjarðar fyrir nýjasta sporhundi sveitarinnar, henni Pílu. Píla var nokkuð feimin í kringum allt umstangið, en hún sýndi þeim sínar bestu hliðar.