fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirLionsklúbburinn Ásbjörn gaf Parkinsonsamtökunum 2,5 milljónir króna

Lionsklúbburinn Ásbjörn gaf Parkinsonsamtökunum 2,5 milljónir króna

Það var gleðistund hjá Parkinsonsamtökum í dag þegar félagar úr Lionsklúbbnum Ásbirni komu í heimsókn en klúbburinn hefur verið ötull í stuðningi sínum til almannaheillar.

Í ár voru það Parkinsonsamtökin sem tóku á móti 2.500.000 krónum til styrktar Takti, sem er endurhæfing samtakanna í Lífsgæðasetri St Jó.

Alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar, Dr Patti Hill, var í för með Lionsfélögunum í Ásbirni sem afhentu styrkinn en Patti Hill er í heimsókn á Ísland og er það einn af viðkomustöðum hennar á ferð hennar um Evrópu og Bandaríkin. Í dag starfa yfir 1,4 milljónir Lionsfélaga, í 49.000 Lionsklúbbum í 206 löndum.

Fólk með Parkinson fær þjónustu í Takti

Mun féð koma til góðra nota. Í Takti er fólki með Parkinson veitt margháttuð þjónusta, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, ráðgjöf og stuðningur og einnig er veittur stuðningur við maka og aðstandendur. Hópurinn sem þangað sækir er stór, en þjónustan miðar við þarfir þeirra sem eru í sjálfstæðri búsetu og geta nýtt sér þjónustuna til eflingar sjálfstæðis, draga úr einkennum sjúkdómsins og auka lífsgæði.

Þau tvö ár sem Taktur hefur starfað, hafa mörg hundruð manns sótt sér nauðsynlega þjónustu og hefur umfang starfseminnar vaxið til muna.

Því mun rausnarleg gjöf Ásbjarnar koma að góðum notum og nýtast beint í úrræði sem skiptir sköpum fyrir þau sem á þurfa að halda.

Sjá nánar um starfsemi Parkinsonsamtkanna hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2