fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirLítið þarf til að mynda umferðateppu á Strandgötu

Lítið þarf til að mynda umferðateppu á Strandgötu

Bilaður bíll olli miklum umferðartöfum

Töluvert hefur færst í vöxt að þrengja að götum og aðskilja akstursstefnur innanbæjar í Hafnarfirði. Þetta getur orðið til þess að stöðvi einn bíll ef einhverjum orsökum, þá stöðvast öll umferð í þá átt.

Þetta getur verið bagalegt þegar mikið snjóar og einhver festist og snjóruðningstæki eiga þá erfitt með að komast að.

Hins vegar eykur þetta öryggi, ekki síst þar sem umferðarhraði er hár.

Einn beinsínlaus bíll getur stöðvað umferð um tíma

Bíll sem stöðvaðist rétt vestan (sunnan m.v. málvenju) við Drafnarhúsið varð til þess á mánudag að langar biðraðir mynduðust á Strandgötunni og stöðvuðu í raun alla umferð úr miðbænum í suðurbæinn um tíma. Þarna var sem betur fer stutt töf og bílar gátu að lokm komist framhjá hinum bilaða bíl.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2