Nú hafa verið talin 9.820 atkvæði en yfirkjörstjórn hefur ekki gefið upp hversu margir greiddu atkvæði og svara ekki. Er niðurstaða þessi eftir að talain hafa veirð 9.820 atkvæði:
B listi – Framsókn og óháðir: 750 atkvæði, 8,1%, 1 bæjarfulltrúi
C listi – Viðreisn: 950 atkvæði, 10,2%, 1 bæjarfulltrúi
D listi – Sjálfstæðisflokkur: 3.000 atkvæði, 32,3%, 4 bæjarfulltrúar
L listi – Bæjarlistinn: 800 atkvæði, 8,6%, 1 bæjarfulltrúi
M listi – Miðflokkurinn: 650 atkvæði, 7%, 1 bæjarfulltrúi
S listi – Samfylking: 2.000 atkvæði, 21,5% atkvæða, 3 bæjarfulltrúar.
V listi – Vinstri grænir: 550 atkvæði, 5,9%
Þ listi – Píratar: 600 atkvæði, 6,5%
Ef þetta yrðu niðurstöður kosninganna yrðu eftirtaldir bæjarfulltrúar:
- Rósa Guðbjartsdóttir Sjálfstæðisflokki
- Adda María Jóhannsdóttir Samfylkingu
- Kristinn Andersen Sjálfstæðisflokki
- Ólafur Ingi Tómasson Sjálfstæðisflokki
- Friðþjófur Helgi Karlsson Samfylkingu
- Jón Ingi Hákonarson Viðreisn
- Guðlaug Svala Kristjánsdóttir
- Helga Ingólfsdóttir Sjálfstæðisflokki
- Ágúst Bjarni Garðarsson Framsókn og óháðum
- Sigrún Sverrisdóttir Samfylkingu
- Sigurður Þ. Ragnarsson Miðflokknum
Næstu inn væru 1. maður Pírata eða 5. maður Sjálfstæðisflokks.