Fjölmargar opnar trillur voru í Hafnarfirði á sjöunda áratug síðustu aldar. Einn þeirra sem átti trillu var Bóbó, Guðmundur Halldórsson, vélstjóri í Íshúsi Hafnarfjarðar.
Þessa mynd tók Gísli Jónsson þegar Bóbó fór með börn úr götunni í sjóferð og að sjálfsögðu var rennt fyrir fiski.