fbpx
Laugardagur, janúar 18, 2025
HeimFréttirLóðarhafar fengu viðurkenningu fyrir snyrtileika

Lóðarhafar fengu viðurkenningu fyrir snyrtileika

Hafnarfjarðarbær veitti í gær viðurkenningar til bæjarbúa og fyrirtækja sem þóttu skara fram úr með snyrtilegum lóðum.

Kallað var eftir tilnefningum íbúa en einnig fór garðyrkjustjóri bæjarins, Ingibjörg Sigurðardóttir, um bæinn í leit að snyrtilegum lóðum.

Í ávarpi í upphafi athafnarinnar sagði Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðarbæjar að snyrtileikinn væri ekki bara nafn á viðurkenningu, heldur lýsti það hugarfari sem við viljum rækta í samfélagi okkar.

Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Hún sagði einnig: „Það er hugarfar sem segir að umhverfi okkar skipti máli, að fallegur bær sé góður bær, og að við öll berum ábyrgð á að gera Hafnarfjörð að enn betri stað til að búa á og heimsækja.

Í dag heiðrum við þá einstaklinga, fyrirtæki og hópa sem hafa skarað fram úr í að fegra bæinn okkar. Þessir aðilar hafa sýnt frumkvæði, hugmyndaauðgi og ástríðu fyrir umhverfi sínu. Þeir hafa ekki bara hugsað um sinn eigin garð eða byggingu, heldur hafa þeir haft jákvæð áhrif á heilt hverfi, götu eða svæði.

Ég vil sérstaklega taka fram að Ingibjörg Sigurðardóttir, garðyrkjustjóri Hafnarfjarðarbæjar, hefur lagt mikla vinnu í þetta verkefni. Hún hefur farið um allan bæinn til að fylgja eftir fjölmörgum innsendum ábendingum frá ykkur, kæru bæjarbúar. Á grundvelli þessara ábendinga og athugunar Ingibjargar var ákveðið að veita þessum tilteknu görðum, fyrirtækjum og einstaklingum viðurkenningu í dag. Þetta sýnir glögglega hvernig samvinna bæjaryfirvalda og íbúa getur skilað frábærum árangri.

Viðurkenningarnar sem við veitum í dag eru ekki bara verðlaun, heldur eru þær þakklætisvottur frá okkur öllum. Þær eru viðurkenning á því að litlu hlutirnir skipta máli – vel hirtur garður, fallega máluð húshlið, eða snyrtileg göngustígar geta haft djúpstæð áhrif á líðan okkar og ímynd bæjarins.“

Ingibjörg Sigurðardóttir, garðyrkjustjóri Hafnarfjarðar átti vega og vanda af vali á görðum.

Handhafi Snyrtileikans 2024

Venúsarhúsið Austurgötu 12

Venusarhús, Austurgata 12, er handhafi Snyrtileikans 2024. Bæði fasteign og lóð áberandi snyrtileg og mikill metnaður hefur verið lagður í að halda í útlit þessa gamla fallega hús. Nýlega er búið að gera húsið upp á glæsilegan hátt en húsið hafði verið flutt frá Strandgötu og aðeins ofar að Austurgötu. Húsið er í eigu systkinanna Kristjáns og Birnu Loftsbarna.

Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson tekur við viðurkenningunni úr hendi Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra.

Eftirtaldar lóðir fengu viðurkenningu:

Fagraberg 32

Fagraberg 32

Vel snyrt stór lóð í grónu hverfi. Greinilegt að íbúar leggja metnað í að halda þessari stóru lóð fallegri.  Eigendur: Guðrún Harðardóttir og Pétur Einarsson.

Fagraberg 10

Fagraberg 10

Falleg vel snyrt lóð sem vel er tekið eftir þegar keyrt er eftir Hamraberginu.
Eigendur: Kristbjörg Helgadóttir og Már Gunnþórsson.

Ljósaberg 44

Ljósaberg 44

Falleg vel snyrt lóð og fasteign sem er áberandi þegar keyrt er eftir Hamraberginu. Eigendur: Auður Traustadóttir og Guðmundur Ástvaldur Tryggvason.

Fléttuvellir 6

Fléttuvellir 6

Vel skipulögð og snyrt lóð í nýlegu hverfi en lóðin er hornlóð og áberandi þegar keyrt er inn Fléttuvellina. Eigendur: Arndís Edda Jónsdóttir og Bergþór N. Bergþórsson.

Glitvangur 13

Glitvangur 13

Mikið endurnýjuð lóð í grónu hverfi þar sem íbúar hafa nýtt hvern fermetra vel en lóðin er frekar lítil og sýnir hvað vel hannað svæði er hægt að nýta vel til útiveru.
Eigendur: Garðar Vilhjálmsson og Gestrún Hilmarsdóttir.

Hrauntunga 28

Hrauntunga 28

Fallegur gróinn garður með mjög fjölbreyttu plöntuvali. Garður sem mikið er nostrað við svo vel er tekið eftir. Eigendur: Anna Guðný Eiríksdóttir og Egill Jónsson.

Ölduslóð 12

Ölduslóð 12

Tvíbýli sem búið er að byggja upp á skemmtilegan hátt með öllu því sem þarf til að nota garðinn sem framlengingu við húsið. Eigendur: Eyrún Ósk Friðjónsdóttir, Rós Sveinbjörnsdóttir og  Kjartan Jónmundsson.

Strandgata 79

Strandgata 79

Fjölbýli í grónu hverfi þar sem garðurinn hefur fengið gott atlæti og uppbyggingu til að íbúar njóti garðsins yfir sumarið til útiveru. Fjölbreytt plöntuval sem gefur honum skemmtilegt yfirbragð.
Eigendur: Fjóla Vatnsdal Reynisdóttir, Kristín Björk Hermannsdóttir og Sigrún Oddsdóttir.

Hádegiskarð 20 og Drangsskarð 11

Lóð snyrtilega frágengin í nýju hverfi með hleðslum, grasi og gróðri. Fasteignirnar fengu umhverfisvottun Svansins sl. sumar.

Drangsskarð 11

Gata ársins

Heiðvangur er stjörnugata ársins

Gata ársins Heiðvangur. Undanfarin ár hefur þessi fjölmenna gata verið áberandi vel snyrt og íbúar greinilega samhuga um að halda sínu umhverfi snyrtilegu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2