fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirLögðu niður félag og gáfu fé til Mæðrastyrksnefndar

Lögðu niður félag og gáfu fé til Mæðrastyrksnefndar

Ákveðið var á aðalfundi Félags grunnskólakennarar 8. nóvember sl. að leggja niður félagið vegna breyttra forsenda og færa Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar þá upphæð sem eftir var í félaginu eða samtals 197.362 krónur.

Félag grunnskólakennara í Hafnarfirði var stofnað 16. maí árið 2000.

Tilgangur félagsins var að vera málsvari félagsmanna og vinna að bættum kjörum þeirra og starfsskilyrðum. Einnig að styðja við fulltrúa sem sat í skólanefnd sem nú í dag er fræðsluráð bæjarins og efla kynni og samstarf félagsmanna. Í stjórn félagsins sat einn félagsmaður frá hverjum skóla í bænum.

Á hverju ári hefur verið haldinn aðalfundur með ýmsum skemmtiatriðum og veitingum.

Á aðventunni komu fulltrúar frá félaginu og færðu Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar það sem var eftir á reikningum félagsins.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2