fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirLögreglumaður leystur undan starfsskyldum eftir meint harðræði við handtöku í Hafnarfirði

Lögreglumaður leystur undan starfsskyldum eftir meint harðræði við handtöku í Hafnarfirði

Einn lögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur undan starfsskyldum sínum tímabundið vegna handtöku manns í Hafnarfirði sl. mánudag, en málinu var vísað til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara.

Bifreiðin hafði verið stöðvuð vegna gruns um að ökumaður æki undir áhrifum fíkniefna. Ökumaðurinn kvaðst vera smitaður af Covid 19 og hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu. Hann veittist að lögreglu og samkvæmt tilkynningu frá lögreglu þurfti að yfirbuga hann með piparúða.

Fréttablaðið greindi frá því að vitni hafi upplýst mikið harðræði við handtökuna og að hann hafi ítrekaður verið sleginn með kylfu í höfuðu þar til hann missti meðvitund og sagðist vitni hafa séð blóð á höfði mannsins.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2