Menningar- og ferðamálanefnd ákvað á fundi sínum í morgun að úthluta 2,6 milljónum króna til 10 aðila við síðari úthlutun menningarstyrkja Hafnarfjarðarkaupstaðar.
Það er Lögregluminjasafnið, sem er skráð í Reykjavík og með aðsetur í Kópavogi sem fær hæsta styrkinn en ekki kemur fram í fundargerð fyrir hvað styrkurinn er en þau svör hafa fengist að úthulutunarreglurnar séu mjög opnar og að halda eigi sýningu í Firði.
Í auglýsingu um styrkina kemur þetta fram:
Tvisvar á ári auglýsir menningar- og ferðamálnefnd Hafnarfjarðar eftir umsóknum um styrki til menningarstarfsemi og eflingar á hafnfirsku menningarlífi. Markmiðið er að styðja við menningarstarfsemi í samræmi við menningarstefnu bæjarins og styrkja einstaklinga og félagasamtök til lista- og menningarsköpunar. Listamenn, félagasamtök, stofnanir eða menningarviðburðir verða að tengjast Hafnarfirði á einhvern hátt. Með fastri búsetu, með því að viðburðurinn fari fram í Hafnarfirði eða feli í sér kynningu á menningarstarfsemi Hafnarfjarðar. Ekki er styrkt til ferðalaga, náms og rekstrar.
- Guðmundur Fylkisson, Lögregluminjasafnið: 450.000 kr.
- Ólafur Már Svavarsson, Hafið gráa: 400.000 kr.
- Björn Thoroddsen, Guitarama 2020: 375.000 kr.
- Margrét Gauja Magnúsdóttir, Streymi – Tónlistarröð Hamarins og Músik og mótors: 300.000 kr.
- Anthony Vincent Bacigalupo, Jólin eru hér: 250.000 kr.
- Ingvar Guðmundsson, Götulist við Drafnarhús: 250.000 kr.
- Margrét Eir Hönnudóttir, Jólatónleikar Margrét Eir í Fríkirkjunni: 190.000 kr.
- Andrés Þór Gunnlaugsson, Síðdegistónar í Hafnarborg: 190.000 kr.
- Leikfélag Hafnarfjarðar, Leiklistarnámskeið fyrir 60 plús: 155.000 kr.
- Kristbergur Óðinn Pétursson, Vetrarfærðin – ljóðabók: 80.000 kr.