fbpx
Mánudagur, desember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirLokað að Krýsuvíkurkirkju vegna eldgosa við Grindavík

Lokað að Krýsuvíkurkirkju vegna eldgosa við Grindavík

Biðraðir hafa myndast við veginn að Krýsuvíkurkirkju undanfarið þar sem veginum var lokað snemma í ár án nokkurra skýringa.

Eins og sést á myndinni sem Ómar Smári Ármannsson, f.v. aðstoðaryfirlögregluþjónn og mikill áhugamaður um Reykjanes, tók, er vegurinn merktur sem botnlangi og því engin ástæða að loka veginum vegna gosvirkni við Grindavík.

Lokunin er í 16 km loftlínu frá gossprungunni við Grindavík.

Ekki kemur fram á lokunarskiltunum, á hvers vegum lokunin er og vegna hvers. Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, vissi ekki af lokuninni þegar haft var samband við hann en ætlaði að kanna málið betur.

Að sögn Ómars Smára er þetta í besta falli gerræðislegar ráðstafanir. „Hafa ber í huga að kirkjan sem slík hefur aðdráttarafl sem sögulegur staður, auk þess sem í nágrenninu eru áhugaverðir staðir til skoðunuar, svo sem Hafliðastekkur, Fagraskjól, Bæjarfellsrétt og Arnarfellsrétt, auk allra bæjartóftanna á Krýsuvíkurtorfunni,“ segir Ómar Smári.

Hér má sjá mynd af lokuninni sem tekin var í byrjun mars. Voru þá þungir lokunarsteinar sem m.a. hindruðu aðgengi björgunar- og viðbragðsaðila.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2