fbpx
Sunnudagur, nóvember 17, 2024
target="_blank"
HeimFréttirLokatölur úr Hafnarfirði - Samfylkingin tapaði manni á lokametrunum

Lokatölur úr Hafnarfirði – Samfylkingin tapaði manni á lokametrunum

Viðreisn, Framsókn, Bæjarlistinn og Miðflokkurinn ná inn manni en Vinstri græn tapar manni

Talningu er lokið í Hafnarfirði og eru niðurstöður eftirfarandi.

Á kjörskrá voru 20.771 einstaklingar og kusu 12.058 sem gerir 58,1% kjörsókn.

B listi – Framsókn og óháðir: 926 atkvæði, 8%, 1 bæjarfulltrúi
C listi – Viðreisn: 1.098 atkvæði, 9,5%, 1 bæjarfulltrúi
D listi – Sjálfstæðisflokkur: 3.900 atkvæði, 33,7%, 5 bæjarfulltrúar
L listi – Bæjarlistinn: 906 atkvæði, 7,8%, 1 bæjarfulltrúi
M listi – Miðflokkurinn: 878 atkvæði, 7,6%, 1 bæjarfulltrúi
S listi – Samfylking: 2.331 atkvæði, 20,1%, 2 bæjarfulltrúar
V listi – Vinstri grænir: 776 atkvæði, 6,7%
Þ listi – Píratar: 754 atkvæði, 6,5%

Lokatölur úr Hafnarfirði 2018

Bæjarfulltrúar 2018

  1. Rósa Guðbjartsdóttir Sjálfstæðisflokki
  2. Adda María Jóhannsdóttir Samfylkingu
  3. Kristinn Andersen Sjálfstæðisflokki
  4. Ólafur Ingi Tómasson Sjálfstæðisflokki
  5. Friðþjófur Helgi Karlsson Samfylkingu
  6. Jón Ingi Hákonarson Viðreisn
  7. Helga Ingólfsdóttir Sjálfstæðisflokki
  8. Ágúst Bjarni Garðarsson Framsókn og óháðum
  9. Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, Bæjarlista
  10. Sigurður Þ. Ragnarsson Miðflokki
  11. Kristín Thoroddsen Sjálfstæðisflokki

Aðeins munar 3 atkvæðum á 5. manni Sjálfstæðisflokks og 3. manni Samfylkingar en aðeins höfðu þurft 6 atkvæði að flytjast frá Sjálfstæðisflokki til Samfylkingar til að flokkarnir skiptust á manni.

 

Niðurstöður úr kosningum 2018

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2