fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirLoks kom snjórinn! - Ánægja og erfiði

Loks kom snjórinn! – Ánægja og erfiði

Loks kom snjórinn í Hafnarfirði og mörg börn fóru glöð í rúmið í gær með tilhlökkun um leik í snjónum í dag. Þeim varð svo sannarlega að ósk sinni og víða mátti sjá börn og fullorðna að leik í snjónum.

Sumir voru ekki í neinum vandræðum þó snjórinn væri mikill.

Ekki voru allir jafn ánægðir og margir ökumenn lentu í hremmingum á bílum sínum víða um bæ. Þó snjómokstur hafi farið vel af stað þá fennti jafnharðan í sporið og víða sátu bílar fastir eða komust ekki upp í efri byggðir. Reyndar lentu snjóruðningsmenn líka í vandræðum og t.d. komst einn af pallbílum bæjarins ekki upp Lindarbergið en sá bíll er með snjótönn og saltdreifara og mikið notaður.

Þessi ungi herramaður hafði meiri áhuga á að leika sér í snjónum en að halda á jólatrénu með pabba sínum.

Jafnvel var búið að ryðja stíga víða um bæinn en þar var sama sagan, snjó fennti og skóf jafnharðan yfir það sem áður hafði verið mokað og allt að 40 cm skaflar mynduðust ekki á stígum.

Veður var mjög breytilegt og þurfi ekki mikinn vind til að feykja snjó yfir allt.
Smábátahöfnina lagði og snjórinn lagðist á ísinn.
Fjölmargir komu á kaupa jólatré hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar.
Snjórinn gerði mun jólalegra í Jólaþorpinu en ekki var fjölmennt þar um miðjan daginn.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2