Á sjöunda tímanum í gærkvöldi var karlmaður handtekinn eftir að hafa ógnað öðum manni með hnífi á hóteli í Hafnarfirði. Hinn handtekni var færður til yfirheyrslu en ekki er vitað hvað honum gekk til.
Fyrr um daginn hafði lögreglan afskipti af kvenmanni í matvöruverslun í bænum vegna þjófnaðar.