fbpx
Mánudagur, júlí 15, 2024
HeimFréttirMáni veiddi flesta fiska í fjölmennri Dorgveiðikeppni Hafnarfjarðar - Myndasafn

Máni veiddi flesta fiska í fjölmennri Dorgveiðikeppni Hafnarfjarðar – Myndasafn

Um 400 hafnfirsk dorgveiðibörn á aldrinum 6-12 ára munduðu veiðarfærin á Flensborgarhöfn í dag og kepptu þar um að veiða furðulegasta fiskinn, stærsta fiskinn og flestu fiskana. Vinningshafar fengu veiðistöng og bikar að gjöf fyrir aflann og árangurinn.

Stella Björg Kristinsdóttir, fagstjóri frístundastarfs og forvarna hjá Hafnarfjarðarbæ segist ekki vera frá því að nú hafi verið metaðsókn veiðarfærin kláruðust og starfsfólk hamaðist við að búa til fleiri á bryggjunni.

Dorgveiðikeppnin hefur verið sú fjölmennasta á landinu í mörg ár. Öll börn á ofangreindum aldri voru velkomin. Hægt ar að fá færi og beitu á staðnum. Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar sáu um gæslu á svæðinu og Siglingaklúbburinn Þytur sá um gæslu af sjó.

Troðfullt var á flotbryggjunum.

Þrjú ungmenni fengu verðlaun í ár.

Máni Arnórsson veiddi flestu fiskana í Dorgveiðkeppni Hafnarfjarðar í dag en hann veiddi þrjá  kola. Hann gaf sér vart tíma til að taka við verðlaunum, mætti seint í afhendinguna, því hann hélt áfram að veiða eftir að keppni lauk og náði einum ufsa í viðbót.

Kamilla Rut Ágústsdóttir vann keppnina um Furðufiskinn. Hún veiddi hrognkelsi, sem margir þekkja betur undir kynbundnu nöfnunum rauðmagi og grásleppa.

Ísabella Agla Óskarsdóttir vann keppnina um stærsta fiskinn en hún veiddi 327 gramma kola.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2