fbpx
Miðvikudagur, nóvember 13, 2024
target="_blank"
HeimFréttir11,6% Hafnfirðinga eru erlendir ríkisborgarar - Bæjarbúum hefur fækkað

11,6% Hafnfirðinga eru erlendir ríkisborgarar – Bæjarbúum hefur fækkað

Í árslok bjuggu 3.420 erlendir ríkisborgarar í Hafnarfirði en alls bjuggu 29.680 í Hafnarfirði í árslok skv. tölum sem Hagstofan birti í dag. Hafði þeim þá fækkað jafnt og þétt á árinu og samtals um 320. Á árinu 2019 var því fagnað þegar 30.000 íbúinn í Hafnarfirði fæddist en það er fjöldi og var 31. desember sl.

Fjöldi erlendra ríkisborgara hefur nokkurn veginn haldist í stað fækkað um 10, úr 3.440 í 3.330 sem gerir 11,6% íbúa Hafnarfjarðar. Á höfuðborgarsvæðinu öllu er hlutfall erlendra ríkisborgara 13,7%.

  • 31. janúar 19:  30.000, þar af 3.440 erlendir ríkisborgarar
  • 31. mars:         29.970, þar af 3.460 erlendir ríkisborgarar
  • 30. júní:           29.870, þar af 3.380 erlendir ríkisborgarar
  • 30. september: 29.780, þar af 3.440 erlendir ríkisborgara
  • 31. desember:  29.680, þar af 3.430 erlendir ríkisborgarar

Tekið er tillit til fæddra, látinna og búferlaflutninga fyrir viðmiðunardag sem tilkynnt var um innan 10 virkra daga frá lokum ársfjórðungs. Tölurnar geta því verið frábrugðnar mannfjöldatölum 1. janúar og miðársmannfjölda sem hafa aðra uppgjörsaðferð.

Allar tölur eru námundaðar að næsta tug ef mannfjöldinn er meiri en 50 en að næsta hálfa tug ef talan er lægri. Ekki er tryggt að tölur gangi upp í samtölur vegna námundunar.

Með fjölgun íbúða í Hafnarfirði í ár má búast við að Hafnfirðingar geti aftur náð 30.000 undanfarna áratugi hefur nýfæddum hlotnast sá heiður að teljast til heila þúsundsins en ekki innfluttum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2