Þrettán verkefni hljóta styrk menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðar sem úthlutað verður 27. nóvember nk.
Styrkir nefndarinnar eru afhentir tvisvar sinnum á ári til aðila og verkefna sem líkleg eru til að auðga og dýpka enn frekar listalíf bæjarins.
Styrkirnir sem verða veittir eru samtals 2.595.000 kr. og samtals hefur nefndi þá úthlutað átta milljónum kr. í styrki til menningarmála á árinu.
Þeir sem hljóta styrki nefndarinnar að þessu sinni eru:
Styrkþegi | Verkefni | Upphæð |
---|---|---|
Leikfélag Hafnarfjarðar | Ferðamaður deyr - leiksýning | 380.000 kr. |
Sveinssafn | Myndlistasýning | 375.000 kr. |
Flensborgarkórinn | Afmælistónleikar Flensborgarkórsins | 325.000 kr. |
Jólahjón | Jólahjón - tónleikar | 300.000 kr. |
Guðbjörg Pálsdóttir | Dúkkulísur á jólum, tónleikar í Hafnarfirði á aðventu 2018 | 240.000 kr. |
Lúðrasveit Hafnarfjarðar | Tónleikar Pollapönks, Lúðrasveitar og Kórs Öldutúnsskóla | 200.000 kr. |
Spiccato | Haustlauf - tónleikar í Hafnarborg | 190.000 kr. |
Duo Ultima | Duo Ultima: tónleikar með verkum eftir frönsk tónskáld | 100.000 kr. |
Soffía Sæmundsdóttir | Dagar myndlistar - Opin vinnustofa Soffíu 4.-28.10.2018 | 100.000 kr. |
Andrés Þ. Gunnlaugsson | Tónleikar | 200.000 kr. |
Leikfélag Hafnarfjarðar | Hið vikulega 13 - hið barnalega | 70.000 kr. |
Ragnar Már Jónsson | Hátíðardjass í Hafnarfirði - tónleikar | 65.000 kr. |
Leikfélag Hafnarfjarðar | Höfundanámskeið | 50.000 kr. |