Mánudagur, apríl 21, 2025
HeimÁ döfinni30 ára afmælistónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar

30 ára afmælistónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar

Kvennakór Hafnarfjarðar fagnar 30 ára afmæli kórsins með tónleikum í Hásölum næstkomandi laugardag, 26. apríl.

Tónleikarnir bera yfirskriftina Stundin er runnin upp sem er tilvísun í lag sem fyrst var flutt opinberlega á Kvennafrídaginn 1975.

Í tilefni kvennaárs og 50 ára afmælis Kvennafrídagsins þótti við hæfi að hafa konur í aðalhlutverki þegar efnisskrá tónleikanna var sett saman og eru nær öll lög og textar sem kórinn flytur samin af konum.

Undirleikari á tónleikunum er Arngerður María Árnadóttir en hún hefur einmitt skrifað eitt laganna sérstaklega fyrir Kvennakór Hafnarfjarðar.

Einsöngvarar verða Alda Úfarsdóttir sem á móður í kórnum og Jóna Svava Sigurðardóttir sem er ein kórkvenna.

Stjórnandi Kvennakórs Hafnarfjarðar er Sara Gríms en hún útsetti mörg laganna sem kórinn flytur á tónleikunum.

Tónleikarnir hefjast kl. 14 og er sala aðgöngumiða við innganginn en ókeypis er fyrir börn 12 ára og yngri. Gestum verður boðið upp á afmæliskaffi í tónleikahléi.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2