fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirMenning og mannlíf5,5 milljónir kr. voru veittar í menningarstyrki í dag

5,5 milljónir kr. voru veittar í menningarstyrki í dag

Sveinssafn, Heimahátíðin og Lúðrasveitin fengu mest

Tuttugu og tvö verkefni í heild hlutu styrki sem menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar úthlutaði í dag.

Bæjarlistamaður 2017

Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórnar og Steingrímur Eyfjörð, bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2017

Þá var Steingrímur Eyfjörð myndlistarmaður útnefndur bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2017. Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar kallaði eftir tilnefningum til bæjarlistamanns snemma árs og bárust fjölmargar tilnefningar. Mat nefndarinnar var að árið 2017 yrði myndlistarmaðurinn Steingrímur Eyfjörð bæjarlistamaður Hafnarfjarðar.

Steingrímur hefur búið í Hafnarfirði undanfarin fimm ár, í janúar var einkasýning á verkum hans í Hafnarborg sem bar nefnið Kvenhetjan. Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar hlýtur greiðslu að upphæð 1.000.000 kr sem hvatningu til áframhaldandi sköpunar og virkni.

Sjá nánar hér.

Styrkþegar

Halldór Árni Sveinsson tekur við sínum styrk

Þetta eru einstaklingar, menningarhópar og samtök sem eiga öll það sammerkt að tengjast Hafnarfirði með einum eða öðrum hætti. Styrkir menningar- og ferðamálanefndar eru afhentir einu sinni á ári til aðila og verkefna sem líkleg eru til að auðga og dýpka enn frekar listalíf bæjarins. Heildarupphæð styrkja er 5,5 milljónir kr.

Ábyrgðarmaður umsóknar endur­spelgar ekki endilega þann hóp sem er að sækja um.

Þessir fengu styrki:

VerkefniÁbyrgðarmaður umsóknarUpphæð
HeimaHenný María Frímannsdóttir500.000 kr.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar - tónleikarFinnbogi Óskarsson500.000 kr.
Móðir jörð og steinar jarðar, sýningSveinssafn ehf.500.000 kr.
Sönghátíð í HafnarborgGuðrún Jóhanna Ólafsdóttir450.000 kr.
Bræðralag, tónleikarKristjana Þórdís Ásgeirsdóttir400.000 kr.
Rómeó og Júlía - söngleikurLana Íris Dungal Guðmundsdóttir400.000 kr.
Þið munið hann JónasPáll Eyjólfsson400.000 kr.
HaustverkefniLeikfélag Hafnarfjarðar300.000 kr.
Ella FitzgeraldJón Rafnsson225.000 kr.
Hið íslenska gítartríóÞórarinn Sigurbergsson200.000 kr.
Sjónarhorn álfaBryndís Björgvinsdóttir200.000 kr.
SkemmtitónleikarStefán Ómar Jakobsson200.000 kr.
Sóley og Marteinn Sindri í BæjarbíóMarteinn Sindri Jónsson200.000 kr.
Skrímslin í HraunlandiAlma Björk Ástþórsdóttir160.000 kr.
002 ljóslistagalleríBirgir Sigurðsson150.000 kr.
Motzart við kertaljósÁrmann Helgason150.000 kr.
Þau byggðu bæinnHalldór Árni Sveinsson150.000 kr.
Sýning í Hafnarborg - undirbúningurSara Gunnarsdóttir110.000 kr.
Hið vikulegaLeikfélag Hafnarfjarðar100.000 kr.
Íslenski saxófónkvartettinnVigdís Klara Aradóttir100.000 kr.
Opin vinnustofa - bjartir dagarJórunn Jörundsdóttir60.000 kr.
MaíhátíðChristian Schultze45.000 kr.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2