Ég hef lengi haft aðdáun á hetjum hafsins, segir Hafnfirðingurinn Halldór Halldórsson; sjómönnum sem fara um borð og sækja okkur björg í bú! „Ég hef hins vegar alltaf viljað vera í landi og finnst voða gott að hafa sæmilega fast undir skónum! Þess vegna lýsir þessa vísa mínu eðli.”
Aldrei meig í saltan sjó,
sífellt var í landi;
görnum bæði’ og galli spjó
ef gekk á fjörusandi!