fbpx
Föstudagur, janúar 10, 2025
target="_blank"
HeimÁ döfinni„Alltaf sól“ á skemmtilegri sýningu Halldórs Árna í Litla Gallerý

„Alltaf sól“ á skemmtilegri sýningu Halldórs Árna í Litla Gallerý

Sýningin „Smámyndir fagrar, foldarskart“ er hluti af svokölluðu myndlistar-„poppupp“ Í Litla Gallerýi á Strandgötunni janúar til mars.

Myndirnar eru allar til sölu en sýningin stendur aðeins til sunnudags.

Opið er í dag, föstudag, til kl. 18, laugardag kl. 12-16 og á sunnudag kl. 13-16. Listamaðurinn tekur vel á móti gestum í þessu litla galleríi á Strandgötunni.

Rýmið hentar vel fyrir myndir Halldórs Árna.

Á sýningunni sýnir Halldór Árni Sveinsson, sem mörgum er kunnur fyrir kvikmyndatökur sínar á ólíklegustu atburðum í Hafnarfirði, myndir sem mætti kalla bjartsýnismyndir og nýjasta myndin hans, „Alltaf sól“ er nokkuð einkennandi fyrir sýninguna.

Halldór Árni við nýjustu mynd sína „Alltaf sól“.

„Ég hef málað frekar lítið síðustu ár og langt er frá síðustu sýningu minni. Reyni þó alltaf að kippa með mér litum og skissublokk ef ég skrepp eitthvað innanlands eða erlendis. Oftast er ég að kríta með olíu- eða þurrkrít, en stundum mála ég með olíulitum líka eða vatnslita. Oft læt ég skissuna standa óhreyfða, en stundum held ég áfram með hana og bæti í – ýmist eftir minni eða styðst við ljósmyndir úr símanum.

Alltaf sól

Ég mála bæði fígúratíft og abstrakt, en oftast eru þetta stemmur úr umhverfinu sem fyrir augu ber. Landslagið er mér tamast. Þetta eru litlar landslagsstemmur, stundaráhrifin eins og þau birtast mér á þeim stað og á þeirri stundu. Þess vegna kalla ég sýninguna „Smámyndir fagrar, foldarskart“. Samlíkingin við smáblómin hjá listaskáldinu góða í ljóðinu er bara klisja til að lokka fólk á sýninguna þessa þrjá daga.“

Stöðugur straumur var á sýningu Halldórs Árna í dag.

Halldór Árni er hafnfirskur kvikmyndagerðar- og fjölmiðlamaður, sem fagnar 66 ára afmæli sínu með þessari sýningu. Halldór nam í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1982-86 og útskrifaðist sem grafískur hönnuður, en kenndi málun í rúman aldarfjórðung, einkum hjá Námsflokkum Hafnarfjarðar (síðar Menntasetrinu við Lækinn). Hann á fjölda einka- og samsýninga að baki, en hefur ekki haldið sýningu á verkum sínum í 17 ár.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2