fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirMenning og mannlífAndrés Þór tilnefndur

Andrés Þór tilnefndur

Hafnfirski tónlistarmaðurinn Andrés Þór Gunnlaugsson er tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokki tónverka ársins í djass- og blúsflokki. Er hann tilnefndur fyrir lag sitt Avi sem kom út á plötu hans Paradox sem kom út á síðasta ári.

Verðlaunin verða afhent 11. mars nk.  Sjá má allar tilnefningar hér.

Paradox er sjötta plata gítarleikarans Andrésar Þórs og inniheldur níu frumsamda djassópusa sem sækja áhrif úr poppi, jazzi og þjóðlagatónlist auk ýmissa skammtafræðilegra tilvitnana.

Andrés Þór Gunnlaugsson, f. 1974 í Reykjavík, hóf tónlistarnám um 12 ára aldur við tónlistarskóla Hafnarfjarðar á klassískan gítar og um 15 ára aldur einnig á rafgítar. Leiðin lá síðan í tónlistarskóla FÍH og lauk hann burtfararprófi þaðan á jazzbraut vorið 1999. Síðan hélt hann til Hollands í framhaldsnám við Konunglega tónlistarháskólann í Den Haag. Andrés lauk Bachelorsgráðu í Jazzgítarleik og kennslufræðum vorið 2004 og Mastersgráðu vorið 2006.

Fyrri plötur Andrésar Þórs:

  • Ypsilon 2016
  • Nordic Quartet 2014
  • Mónókróm 2012
  • Blik 2009
  • Nýr dagur 2006

Andrés var bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2014.

Eden

We and our partners use cookies to personalize your experience, to show you ads based on your interests, and for measurement and analytics purposes. By using our website and our services, you agree to our use of cookies as described in our Cookie Policy.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2