Undanfarin tólf ár hefur skólasamfélagið í Áslandsskóla styrkt Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar með framlögum fyrir jólin.
Fulltrúar nefndarinnar komu á jólaskemmtun í Áslandsskóla í gær og tóku við framlagi úr hendi Leifs S. Garðarssonar skólastjóra. Í ár söfnuðust 223.423.- krónur.
Á ellefu árum hefur skólasamfélagið í Áslandi því styrkt Mæðrastyrksnefnd um alls 2.885.407.- krónur.
“Þessi hugsun okkar til þeirra sem minna mega sín tengist einni af fjórum hornstoðum skólans, þjónustu við samfélagið,” segir Leifur skólastjóri.