fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirMenning og mannlífÁslandsskóli sigraði í spurningakeppni grunnskólanna

Áslandsskóli sigraði í spurningakeppni grunnskólanna

Setbergsskóli og Áslandsskóli kepptu til til úrslita í spurningakeppni grunnskólanna, Veistu Svarið, en keppnin var haldin í Bæjarbíói í kvöld.

Í keppninni eru hraðaspurningar í 90 sekúndur, vísbendingaspurningar, 10 bjölluspurningar,  hljóðdæmi og þríþraut. Höfundur spurninga og spyrill var Árni Stefán Guðjónsson.

Lið Áslandsskóla var skipað þeim Óskari Karli Ómarssyni, Ellý Hákonardóttur Uzureau og Þorsteini Ómari Ágústssyni en þjálfari þeirra var Þórdís Lilja Þórsdóttir.

Lið Setbergsskóla: Benjamín Tumi Þórisson, Sigurrós Hauksdóttir og Dagbjörg Birna Sigurðardóttir

Lið Setbergsskóla var skipað þeim Styrmi Ása Kaiser,  Sigurrósu Hauksdóttur og Dagbjörgu Birnu Sigurðardóttur en þjálfari þeirra var: Margrét Guðbrandsdóttir.

Keppnin var nokkuð spennandi en sigur Áslandsskóla var þó nokkuð öruggur og fékk skólinn 28 stig á móti 23 stigum Setbergsskóla.

Keppendur og spurningahöfundur

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2