Lækur, athvarf fyrir einstaklinga með geðræn vandamál sem hefur verið við Lækinn, neðan við Lækjarskóla, flutti fyrir nokkru að Staðarbergi 6.
Sl. miðvikudag var loks möguleiki á að fagna þessum áfanga og var opið hús fyrir alla sem vildu kynna sér aðstæðurnar. Aðstaðan í Staðarbergi er björt og hlýleg og þar geta þeir sem vilja komast í ró eða taka þátt í dagskrá komið þegar þeim hentar.
Brynja Rut Vilhjálmsdóttir er forstöðumaður í Læk en það er Hafnarfjarðarbær sem rekur athvarfið. Hún segir að daglega komi um 15-20 manns, með ýmsan geðrænan vanda og getur fólk komið án tilvísunar og er þjónustan gjaldfrjáls.