Dagur pólska safnsins var í fyrsta sinn haldinn á Bókasafni Hafnarfjarðar sl. fimmtudag. Varð það gert til að vekja athygli á sérhæfðri dagskrá og bókakosti fyrir pólskumælandi gesti bókasafnsins.
Meðal gesta voru sendiherra Póllands, Gerard Pokruszyński og kona hans, Margherita Bacigalupo-Pokruszyńska, sem bæði hafa verið safninu innan handar í aukningu á pólskum bókakosti og verið ómetanleg aðstoð í þeim efnum.
Markmið dags pólska safnsins er að auka aðgang að efni á pólsku og virkjun bókasafnsviðburða fyrir þá sem hafa pólsku að fyrsta máli eða móðurmáli. Þannig er leitast við bæði að styðja við málvarðveislu og lestraráhuga barna, og svo vinna með hinu stóra pólska samfélagi Hafnarfjarðar í stássstofu bæjarheimilisins, Bókasafninu.
Gestir hlýddu á sögustund og fóru í bókaratleiki, auk þess sem að bókakostur pólsku deildarinnar og pólskumælandi dagskrá bókasafnsins út árið var kynnt yfir kaffi og meðlæti.
Aðsent.