fbpx
Sunnudagur, nóvember 17, 2024
target="_blank"
HeimFréttirMenning og mannlífBekkur með hjarta vígður á Strandgötunni á upphafsdegi tónlistarhátíðar

Bekkur með hjarta vígður á Strandgötunni á upphafsdegi tónlistarhátíðar

Tónlistarhátíðin Hjarta Hafnarfjarðar hófst í gær

Tónlistarhátíðin „Hjarta Hafnarfjarðar“ hófst í Bæjarbíói í gær en hún er minni að sniðum en undanfarin ár vegna kórónuveirunnar.

Af þessu tilefni vígði Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri blómum prýtt hjarta á Strandgötunni en efniviðurinn í skreytinguna kom frá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar. Hjartað er jafnframt bekkur sem gestir í miðbænum geta tyllt sér á og er það tilvalinn vettvangur til að taka mynd með fallegum bakgrunni.

Til gamans má geta þess að bekkurinn er smíðaður úr sitkagreni sem fellt var undir Hamrinum í fyrra svo efniviðurinn allur er hafnfirskur.

Í tilkynningu frá fréttastofu Hafnarfjarðarbæjar segir að Strandgatan verði lífleg í sumar en auk hjartans væri búið að mála gangbraut í regnbogalitunum en það hafi verið gert að frumkvæði unga fólksins í Vinnuskólanum sem einnig málaði nokkra gangstéttarstöpla í björtum, sumarlegum litum við Hafnarborg. Auk þess var nýlega málaður „Takk“ veggur á gaflinn á húsinu að Strandgötu 4 og blasir veggurinn við öllum þeim sem leið eiga um Strandgötuna og um Reykjavíkurveginn.

Dagskrá Hjarta Hafnarfjarðar í ár er glæsileg en á henni munu koma fram nokkrir af þekktustu tónlistarmönnum dægurtónlistar síðustu áratuga. Meðal annars Mannakorn, Stjórnin, Björgvin Halldórsson og Ný Dönsk en frekari upplýsingar má finna á vef Bæjarbíós.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2