Á siglingaviku sem haldin hefur verið í Hafnarfirði hafa börn og unglingar skemmt sér við siglingar og æfingar undir leiðsögn sérfróðra manna. Ekki eru allir sem treysta sér einir út á báta og halda sér í landi – að mestu. Þessi ungi drengur nýtti góða veðrið í dag og óð út í sjó og synti. Hafði hann hent spýtu út í sjóinn og brá svo við að hundur sem hann þekkti ekkert til elti strákinn út í sjó og leit út fyrir að hann ætlaði að bjarga stráknum sem var þó ekki í neinni hættu. Hundurinn hélt hins vegar framhjá drengnum og sótti spýtuna.
Hvorki drengnum eða hundinum varð meint af volkinu en óvíst er hjá hvorum gleðin var meiri.