Menningarhátíðin Bjartir dagar standa yfir í Hafnarfirði frá miðvikudegi til sunnudags. Inn í þá fléttast tónlistarhátíðin Heima að kvöldi síðasta vetrardags og hátíðarhöld sumardagsins fyrsta.
Auk þess sem áður hefur verið nefnt eru hápunktar hátíðarinnar tónleikarnir Bræðralag í Íþróttahúsinu við Strandgötu á laugardag, „Gakktu í bæinn“ og móttaka hjá myndlistafólki á föstudagskvöld.
En hver og einn metur það sem er áhugavert og úr miklu er að velja þessa Björtu daga.
Miðvikudagur
Kl. 10 Nemendur úr 3. bekk grunnskólanna syngja inn Bjarta daga á Thorsplani
Kl. 16.30 Töframaðurinn Einar einstaki á Bókasafninu.
Kl. 17 Afhending menningarstyrkja í Hafnarborg og tilkynnt um bæjarlistamann Hafnarfjarðar 2017.
Kl. 17:30 Töframaðurinn Einar einstaki á Bókasafninu.
Kl. 18:30-22:30 Flensborgarkórinn – Opin æfing í Safnaðarheimili Fríkirkjunnar, Linnetstíg.
Kl. 20:00-23 HEIMA, tónlistarhátíð í heimahúsum.
Fimmtudagur – sumardagurinn fyrsti
Kl. 10 Viltu sigla? Æfingahópur Siglingaklúbbsins Þyts býður bæjarbúum út að sigla fram eftir degi. Byrjendum og vönum siglingamönnum er boðið að sigla einir eða með vönum eftir atvikum, á seglkænum og kjölbátum Þytsfélaga.
Kl. 11 Víðavangshlaup Hafnarfjarðar á Víðistaðatúni. Keppt er í sex aldursflokkum í umsjón Frjálsíþróttadeildar FH.
Kl. 12-13 Fríar pylsur í boði á við nýja grillhúsið á Víðistaðatúni á meðan birgðir endast.
Kl. 11-17 Opið í Pakkhúsi Byggðasafnsins. Ratleikur fyrir börn um sýninguna.
Kl. 14:00 Byggðasafn Hafnarfjarðar stendur fyrir sögugöngu um gamla bæinn. Gengið er frá Pakkhúsinu.
Kl. 12-14 Hraustir menn og háværir í Hafnarborg. Karlakórinn Þrestir með opna æfingu í Hafnarborg. Kynning á kórnum með áherslu á að fá nýliða í hópinn.
Kl. 13 Skátamessa í Hafnarfjarðarkirkju
Kl. 13:45 Skrúðganga frá Hafnarfjarðarkirkju að Víðistaðatúni
Kl. 14-16 Fjölskyldudagskrá á Víðistaðatúni í umsjón Skátafélagsins Hraunbúa. Fram koma Aron Hannes, Sirkus Íslands, Birta og Hekla taka lagið og atriði frá Listdansskóla Hafnarfjarðar. Kassaklifur, andlitsmálun, hoppukastalar, kandýflos og ýmis skátaleikir.
Kl. 16 Kassabílarallý Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar á Víðistaðatúni.
Föstudagur
Kl. 11-17 Óvissubækur verða til útláns á Bókasafninu fyrir alla aldurshópa.
Kl. 18-22 Gakktu í bæinn. Söfn og vinnustofur listamanna verða opnar fram á kvöld.
- Dverghamrar í Dvergshúsinu, gengið inn frá Brekkugötu. Jórunn, Helgi, Lovísa og María Aldís.
- Alice Olivia Clarke, Dvergshúsinu, mun halda Pop-up verslun þar sem vörur og verk eftir mismunandi hönnuði og listamenn munu vera til sölu.
- Elín Guðmundsdóttir, Suðurgötu 49. Kindarlegt keramik og laglegir leirmunir.
- Gallerý Múkki, Fornubúðum 8. Umhleypingar. Aðalheiður Skarphéðinsdóttir sýnir vatnslitamyndir og akrýlverk.
- Rimmugýgur í Dvergshúsinu. Félagar sýna handverk og vopn.
- Gamla Prentsmiðjan, Suðurgötu 18 opin gestum og gangandi. Í húsinu eru myndlistarkonur með vinnustofur. Helga Björnsdóttir, Margrét Kristjánsdóttir, Ragnhildur Steinbach, Sif Guðmundsdóttir og Sjoddý.
- Soffía Sæmundsdóttir, Fornubúðum 8. Málarinn við höfnina fagnar sumrinu og sýnir traktor og sveitamálverk á vinnustofu sinni.
- Litla Hönnunarbúðin. Sérstök sýning á verkum nokkurra hafnfirskra listamanna úr Íshúsinu.
Fróðleiksmolar Byggðasafnsins í samvinnu við Fróða, félag sagnfræðinema – Þorvarður Pálsson flytur erindið „Frumkvöðull í gæðamálum síldarútvegsins og öryggismálum sjómanna. Ævi og störf Jóns Eyjólfs Bergsveinssonar“ og Saga Ólafsdóttir flytur erindið „Herþjónustu líkast. Endurminningar eiginkvenna íslenskra varðskipsmanna í þorskastríðunum 1958 -1976“.
Kl. 21:00 Þjóðlagadagskrá í flutningi þjóðlagasveitarinnar Þulu sem er skipuð ungmennum á aldrinum 15-17 ára.
Kvöldopnun í Hafnarborg kl. 19-22. Ljóðgjörningur og leiðsögn um sýninguna Bókstaflega kl. 21. Kynning á bæjarlistamanni Hafnarfjarðar árið 2017.
Kl. 20 Hafnarfjörður hefur hæfileika. Hæfileikakeppni félagsmiðstöðvanna haldin í Lækjarskóla.
Kl. 20:30 Mannakorn í Bæjarbíó. Mannakorn er ein ástsælasta hljómsveit landsins og listinn yfir lög hennar sem allir þekkja ansi langur.
Laugardagur
Kl. 11-17 Pakkhús Byggðasafnsins opið. Ratleikur fyrir börn um sýninguna.
Kl. 11-15 Bókasafn Hafnarfjarðar.
Á barna- og unglingadeild verður boðið upp á föndur fyrir alla fjölskylduna.
Kl. 11-13 Dr. Bæk verður með fría ástandsskoðun á hjólum.
Kl. 12 Auður Rafnsdóttir, höfundur bókarinnar Kryddjurtarækt fyrir byrjendur, verður með sýnikennslu í kryddjurtaræktun í fjölnotasal bókasafnsins frá kl. 12. Þátttaka er ókeypis en takmörk eru á fjölda og því er nauðsynlegt að skrá sig með því að senda tölvupóst í netfangið eddahrund@hafnarfjordur.is
Kl. 13-14 Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir börn á 1. hæð bókasafnsins frá kl. 13-14
Kl. 13:00 Töfrar skógarins í Gráhelluhrauni. Í ár eru 70 ár liðin frá því að fyrsta trjáplantan var gróðursett í Gráhelluhrauni. Í þessari göngu verður lífinu í skóginum gefin sérstakur gaumur en skógurinn er einnig þekktur undir nafninu „Tröllaskógur“. Steinar Björgvinsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður leiðsögumaður. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund. Boðið verður upp á kaffi í Þöll að göngu lokinni. Mæting við hesthúsin í Hlíðarþúfum við Kaldárselsveg.
Kl. 13-17 Hulda Hreindal Sig. býður gestum og gangandi, ungum sem öldnum, jaft stórum sem smáum að skreyta handrið brúarinnar við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar með marglitum fléttum. Yfir kílómetri af efni í fléttur verður í körfum beggja vegna brúarinnar.
Kl. 14 og 16 Bræðralag. Tónleikar bræðranna Jóns Jónssonar og Friðriks Dórs í íþróttahúsinu við Strandgötu í samstarfi við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Lækjarskóla.
Kl. 17-19 Stofutónleikar á Selvogsgötu 20 í tilefni af útkomu nýs geisladisks með Duo Ultima. Duo Ultima skipa hljóðfæraleikararnir Guido Bäumer á saxófón og Aladár Rácz á píanó. Nýi diskurinn heitir French Connection og er gefinn út af Odradek- Records. Leikin verða verk af diskinum og boðið upp á léttar veitingar með frönsku yfirbragði. Ókeypis inn.
Kl. 20:30 Mannakorn í Bæjarbíó. Mannakorn er ein ástsælasta hljómsveit landsins og listinn yfir lög hennar sem allir þekkja ansi langur.
Sunnudagur
Kl. 10 Minjaganga Byggðasafns Hafnarfjarðar um Kaldársel og nágrenni. Undir leiðsögn Jónatans Garðarssonar.
Kl. 12-17 Opið í Hafnarborg.
Kl. 14 Leiðsögn um sýningu úr stofngjöf.
Kl. 15 Fjölskyldusmiðja.
Kl. 11-17. Pakkhús Byggðasafnsins opið. Ratleikur fyrir börn um sýninguna.
Kl. 20 Tónleikar í tónleikaröðinni Hljóðön í Hafnarborg. Svissneski tónlistarmaðurinn Stefan Thut leikur ásamt nemum úr Listaháskóla Íslands.
Kl. 21 Mið-Ísland að eilífu í Bæjarbíó. Splunkunýtt og brakandi ferskt uppistand þar sem fimm uppistandarar stíga á svið.