Menningarhátíðin Bjartir dagar var sett í morgun á Thorsplani með söng nemenda 3. bekkja grunnskólanna í Hafnarfirði. Við undirleik Guðrúnar Árnýjar sungu krakkarnir m.a. bæjarsöng Hafnarfjarðar, Þú hýri Hafnarfjörður.
Hátíðin stendur fram á sunnudag og er fjölbreytt dagskrá alla daga.
Bæjarlistamaður verður útnefndur í Hafnarborg kl. 17 í dag og rafíþrótta- og leiktækjamót Hafnarfjarðar verður í Gamla Lækjarskóla kl. 19 svo eitthvað sé neft.
Dagskrána má sjá í miðopnu Fjarðarfrétta sem komu út 18. apríl en dagskrána má sjá hér:
- Miðvikudagur 24. apríl – síðasta vetrardagur
- Fimmtudagur 25. apríl – Sumardagurinn fyrsti
- Föstudagur 26. apríl
- Laugardagur 27. apríl
- Sunnudagur 28. apríl