Við setningu tónlistarhátíðarinnar Hjarta Hafnarfjarðar var sérstök athöfn þar sem Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Björgvin Halldórsson afhjúpuðu fyrstu stjörnu íslenskrar tónlistar sem steypt er í gangstéttina framan við Bæjarbíó.
Stjarnan er með nafni Björgvins og er honum til heiðurs.
Sagði bæjarstjóri í þakkarávarpi til Björgvins að hann hefði sýnt mikinn metnað og fagmennsku í gegnum árin, – annars væri hann ekki á þeim stað sem hann væri í dag. Þakkaði bæjarstjóri honum sérstaklega hversu duglegur hann hafi verið að hampa upprunanum Hafnarfirði.
Fjölmennt var við hátíðina en frítt var inn á opnunarkvöldinu en fyrstu tónleikarnir í Bæjarbíói voru til heiðurs Björgvini Halldórssyni og hljómsveit og var þeim varpað á risaskjá í tjaldi á Ráðhústorginu en að þeim loknum skemmti Svala Björgvins og hljómsveit gestum.
Dagskrá framundan:
- Miðvikudag: Friðrik Dór,
- Fimmtudag: Björgvin Halldórsson og hljómsveit,
- Föstudag: Jónas Sig, Milda hjarta,
- Laugardag: Á móti sól,
- Sunnudag: Vök.