fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífBjörgvin Halldórsson útnefndur bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2018 - uppfært

Björgvin Halldórsson útnefndur bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2018 – uppfært

Í áttunda sinn sem bæjarlistamaður Hafnarfjarðar er útnefndur

Kl. 17 í dag voru menningarstyrkir Hafnarfjarðarbæjar veittir í Hafnarborg og við það sama tækifæri var áttundi bæjarlistamaður Hafnarfjarðar útnefndur.

Björgvin Halldórsson bæjarlistamaður og Rósa Guðbjartsdóttir

Án þess að það hafi formlega verið tilkynnt þá mátti af tilkynnningu frá Hafnarfjarðarbæ lesa á milli lína að einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar Björgvin Halldórsson yrði útnefndur bæjarlistamaður Hafnarfjarðar í Hafnarborg í dag en í fréttatilkynningu frá samskiptastjóra bæjarins fyrir hádegi í dag sagði að bæjarlistamaður Hafnarfjarðar yrði útnefndur í dag kl. 17 „yfir fullann sal af fólki“. Má segja að með því hafi hann sagt hver yrði útnefndur.

Björgvin Halldórsson

Björgvin er vel að þessum heiðri kominn, hefur verið farsæll tónlistarmaður frá unglingsaldri er hann gerði garðinn frægan með laginu Ævintýri sem hann söng með hljómsveitinni Ævintýri sem stofnuð var árið 1969.

Björgvin er sannur Gaflari, fæddur 16. apríl 1951. Hann hefur leikið með fjölmörgum hljómsveitum í Bendix, Flowers, Ævintýri, Hljómum, Change, Brimkló og HLH flokknum en hann hefur síðan átt glæsilegan sólóferil.

Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu í janúar 2011 fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar.

Við afhendinguna sagði Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi að hann hafi snert hjörtu allra með listsköpun sinni og túlkun í gegnum árin og áratugina.

Hún sagði hann gott vitni um það hvað hægt væri að eldast vel,

„Þess vegna treysti ég því Björgvin að þú eigir eftir að gefa okkur helling áfram af sjálfum þér næstu áratugin. Þú ert maður sviðs og söngva en fyrst og fremst bara Björgvin frá Hafnarfirði“.

Björgvin þakkaði þann heiður sem sér væri sýndur og þakkaði samstarfsfólki sínu og samferðafólki og lauk tölu sinni með því að segja að nú væri hann búinn að meika það!

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2