fbpx
Mánudagur, janúar 6, 2025
HeimFréttirMenning og mannlífBókasafnið lokað - en hægt að panta bækur til útláns

Bókasafnið lokað – en hægt að panta bækur til útláns

Vegna samkomubanns mun Bókasafn Hafnarfjarðar verða lokað um óákveðinn tíma.

Starfsemin heldur þó áfram og starfsfólk safnsins mun sjá öllum sem áhuga hafa fyrir bókum, spilum, DVD-myndum og tónlist – bæði geisladiska og vínil.

Lántakendur geta haft samband í síma 664 5692 á milli kl. 14 og 16 virka dag, í tölvupósti á bokasafn@hafnarfjordur.is eða á Facebook og pantað bækur. Er fólk beðið að takmarka sig við þrjár bækur.

Hægt verður að ná í bækurnar í bókasafnið milli kl. 15 og 16 dag hvern við hliðarinnganginn hjá aðalinnganginum. Fólk í áhættuhópi og fólk sem vill snertilausa þjónustu er beðið um að hringja í síma 664 5692 þegar bækurnar eru sóttar.

Hægt er að leita að bókum á gegnir.is

Starfsfólk safnsins mun á næstu dögum vinna í að auka þjónustu bókasafnsins og miðla því til lántakenda á samfélagsmiðlum.

Skilafrestur alls útláns hefur verið framlengdur til 20. apríl nk.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

Gleðilegt nýtt ár

Yfirkeyrsla

Beina brautin

H2