fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífEinsemd rofin á líknardeild með gluggaheimsóknum

Einsemd rofin á líknardeild með gluggaheimsóknum

Varnir gegn COVID-19 veikinni hefur mikil áhrif í þjóðfélaginu. Sennilega þó vart meiri en hjá einstaklingum sem eiga stutt eftir af ævi sinni og liggja á sjúkrastofnunum. Þá fær enginn aðstandenda að heimsækja þann sjúka og einu samskiptin við sína nánustu eiga þeir sem þar liggja í gegnum síma eða myndspjall.

Þegar á líknardeild er komið má aðeins einn aðstandandi vera hjá þeim sjúka í einu á dag.

Aðstandendur 85 ára konu sem liggur á líknardeild hafa brugðið á það ráð að leyfa barnabörnum og langömmubörnum hennar að koma að glugga ömmu sinnar til að rjúfa þessa einsemd. Það hefur svo sannarlega verið þess virði því andlitt hennar hefur ljómað þegar hún sér gestina.

Það hljóta að vera mannréttindi að gera allt til þess að fólk í þessari stöðu geti tengst sínu nánasta fólki á sama tíma og kröfur um sóttvarnir séu virtar.

Dóttir konunnar segir yndislegt að hafa verið hjá móður sinni þegar börnin guða á gluggann, að sjá þreytt andlitið ljóma af gleði. Og ekki síður sjá þegar hún af veikum mætti sendir fingurkoss til sinna nánustu sem er jafnvel hennar síðasta kveðja.

Börn konunnar eru fimm og skiptast þau á að vera hjá móður sinni öllum stundum.

Nýjar hertar heimsóknarreglur Landsspítalans voru gefnar út í gær. Þar kemur fram að áfram verði leyfðar heimsóknir eins aðstandenda á dag á líknardeildinni. En þegar læknir meti að andlát sé yfirvofandi mega tveir nánustu aðstandendur koma í einu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2