fbpx
Mánudagur, desember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirMenning og mannlífEllen María, Smári og Dagbjörg Birna stóðu sig best í Stóru upplestrarkeppninni

Ellen María, Smári og Dagbjörg Birna stóðu sig best í Stóru upplestrarkeppninni

Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarfirði var haldin í Víðistaðakirkju í gær.

Á hátíðinni kepptu lesarar frá átta grunnskólum Hafnarfjarðar, alls 16 nemendur í 7. bekkjum. Lásu þeir í fyrstu umferð kafla úr söginni Stormsker eftir Birki Blæ Ingólfsson, í annarri umferð lásu þeir ljóð eftir Jón Jónsson úr Vör og í þriðju umferð lásu nemendurnir ljóð að eigin vali.

Allir keppendurnir höfðu orðið í fyrsta eða öðru sæti í sínum skóla og lásu þeir af miklum glæsibrag og hafði forseti Íslands það á orði hversu glæsileg þau höfðu verið.

Keppendur voru eftirfarandi:

  • Ellen María Arnarsdóttir, Hvaleyrarskóla
  • Rut Sigurðardóttir, Skarðshlíðarskóla
  • Konrad Höj Madsson, Áslandsskóla
  • Áróra Gunnvör Þórðardóttir, Öldutúnsskóla
  • Paulo Mateo Ramos Acosta, Lækjarskóla
  • Arna Rut Stefánsdóttir, Víðistaðaskóla
  • Dagbjörg Birna Sigurðardóttir, Setbergsskóla
  • Arnar Logi Ægisson, Hraunvallaskóla
  • Aníta Nótt Kolbeinsdóttir, Áslandsskóla
  • Smári Hannesson, Lækjarskóla
  • Steiney Lilja Einarsdóttir, Öldutúnsskóla
  • Theodór Ernir Geirsson, Hvaleyrarskóla
  • Adam Leó Tómasson, Skarðhlíðarskóla
  • Sigurrós Hauksdóttir, Setbergsskóla
  • Ingi Árnason, Víðistaðaskóla
  • Júlía Lind Sigurðardóttir, Hraunvallaskóla

Jón Ragnar samdi bestu smásöguna

Guðmundur Pétur Dungal Níelsson l.t.v. og Jón Ragnar Einarsson l.t.h.

Veittar voru viðurkenningar í smásagnasamkeppni 8.-10. bekkinga í grunnskólum bæjarins.

Í þriðja sæti lentu tvær sögur:

Önnur heitir TVÖFÖLD GLEÐI – Höfundur Saga María Michaelsdóttir í 10. bekk í Víðistaðaskóla.
Hin heitir: ÆTTARLEYNDARMÁLIÐ – Höfundur Anna Lilja D. Gunnarsdóttir í 10. bekk í Víðistaðaskóla.

Í öðru sæti var sagan SPEGILLINN – Höfundur Guðmundur Pétur Dungal Níelsson og hann í Víðistaðaskóla.

Í fyrsta sæti var sagan ÞAÐ SKIPTIR NEFNILEGA MÁLI _ Höfundur Jón Ragnar Einarsson í 10. bekk í Hraunvallaskóla.

Kolbeinn Tumi Árnason.

Veitt voru verðlaun fyrir mynd á dagskrá hátíðarinnar í ár en verðlaunin hlaut Kolbeinn Tumi Árnason.

Nemendur í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.

Nemendur frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar spiluðu á meðan dómnefnd réði ráðum sínum, virkilega vel og hressilega flutt.

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri, ávarpaði keppendur og gesti og hrósaði keppendum fyrir glæsilegan lestur og þeim sem standa að keppninni.

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson.

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, hrósaði keppendum fyrir glæsilega framkomu og flutti styðsta ljóð sem hann þekkti. Afhenti hann hverjum keppenda bók sem þeir fengu fyrir þáttöku í keppninni.

Sigurvegarar

Formaður dómnefndar kynnir úrslitin

Dómnefnd, sem skipuð var þeim Önnu Þorbjörgu Ingólfsdóttur, Almari Blæ Sigurjónssyni, Birgi Erni Guðjónssyni og Björk Einisdóttur kynnti úrslitin en atriðin sem dómnefndin tók helst tillit til var: líkamsstaða, samskipti við áheyrendur, raddstyrkur, framburður, tími og þagnir, blæbrigði, túlkun og skilningur.

  • Dagbjört Birna, Ellen María og Smári ásamt skólastjórum sinna skóla.
  • Ellen María Arnarsdóttir úr Hvaleyrarskóla sigraði,
  • Smári Hannesson úr Lækjarskóla varð í öðru sæti,
  • Dagbjörg Birna Sigurðardóttir úr Setbergsskóla varð í þriðja sæti.

Myndir frá keppninni

Hægt er að kaupa myndir í fullri stærð til einkanota. Sjá hér.

Ljósmyndir: © Guðni Gíslason

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2