fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirErla Rúrí las til sigurs í Stóru upplestrarkeppninni - Myndir

Erla Rúrí las til sigurs í Stóru upplestrarkeppninni – Myndir

Glæsilegur lestur nemenda í 7. bekk grunnskólanna

Lokahátíð Stóru upplestrar­keppninnar í Hafnarfirði var í Hafnarborg í gær að viðstöddu fjölmenni, m.a. bæjar­stjóra, mennt­mála­ráð­herra og forsetafrúnni frú Elizu Reid. En spenntastir fyr­ir utan keppendurna voru eflaust foreldrar og skyld­menni úti í sal.

Alls kepptu 14 nemendur, 2 frá hverjum skóla og heilluðu þau áheyrendur með fallegum lestri sínum.

Keppendur voru:

  • Atli Freyr Björgvinsson, Hvaleyrarskóla
  • Ágúst Goði Kjartansson, Öldutúnsskóla
  • Birgitta Kristín S. Scheving, Áslandsskóla
  • Dagur Logi Sigurðsson, Hvaleyrarskóla
  • Elías Óli Hilmarsson, Lækjarskóla
  • Embla Guðmundsdóttir, Víðistaðaskóla
  • Erla Rúrí Sigurjónsdóttir, Áslandsskóla
  • Hafþór Óskar Kristjánsson, Setbergsskóla
  • Helena Hauksdóttir, Hraunvallaskóla
  • Saga María Michaelsdóttir, Víðistaðaskóla
  • Sara Aurora Lúðvíksdóttir, Öldutúnsskóla
  • Selma Dögg Guðmundsdóttir, Setbergsskóla
  • Sveinbjörg Júlía Kjartansdóttir, Hraunvallaskóla
  • Vera Víglundsdóttir, Lækjarskóla

Lásu þau úr skáldsögunni Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnson, ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur og ljóð að eig­in vali.

Það tók dómnefndina langan tíma að komast að niðurstöðu þar sem keppnin var gríðarleg jöfn.

Sigurvegararnir 2017 með Elizu Reid forsetafrú:
F.v. Sveinbjörg Júlía Kjartansdóttir úr Lækjarskóla í 3. sæti, Erla Rúrí Sigurjónsdóttir úr Áslands­skóla í 1. sæti og Dagur Logi Hilmarsson úr Hvaleyrarskóla í 2. sæti.

Sigurvegari keppninnar í ár varð Erla Rúrí Sigurjónsdóttir úr Áslands­skóla. Í öðru sæti varð Dagur Logi Hilmarsson úr Hvaleyrarskóla og í þriðja sæti varð Sveinbjörg Júlía Kjartansdóttir úr Lækjarskóla.

Umgjörð keppninnar er glæsileg með glæsilegum leik ungra nemenda Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, flutningi talkórs úr 4. bekk Setbergsskóla auk þess sem Andri Snær Magnason, skáld keppninnar ávarpaði nemendum. Sagðist hann m.a. sakna þess að hafa ekki fengið þjálfun í framkomu eins og þessir glæsilegur krakkra sem tækju þátt í keppninni. Sigurvegarinn frá í fyrra, Anna Vala Guðrúnardóttir kynnti Andra Snæ og Mímir Kristínarson Mixa sem varð í 2. sæti í fyrra kynnti ljóðskáld keppninnar, Steinunni Sigurðardóttur. Þá las Anna Wiktoria Majewska ljóð á pólsku, Hristiyan Kirilov Nikolov las á búlgörsku og Mímir Hrafn Thorlasíus las frumsamið ljóð á íslensku.

Verðlaun í smásagnakeppni

Á degi íslenskrar tungu var hrundið af stað smásagnakeppni í 8.-10. bekk grunnskólanna sem Hafnarfjarðarbær og Samtök móðurmálskennara standa að. Bárust 15 sögur en aðeins þrír skólar tóku þátt. Voru verðlaunin veitt á hátíðinni.

Sigurvegararnir í smásagnakeppninni

Verðlaunasagan var Jói eftir Kristófer Baldur Sverrisson úr Víðistaðakóla.

Í öðru sæti varð sagan Gítarleikararnir eftir Val Áka Svansson úr Víðistaðskóla.

Í þriðja sæti urðu tvær sögur jafnar, Dagur í lífi hans eftir Nóa Barkarson úr Víðistaðaskóla og sagan Þetta er sagan hans Nizar eftir Særúnu Björk Jónasdóttur úr Hraunvallaskóla.

Dómnefnd

Í dómnefnd sátu: Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Ásta Margrét Eiríksdóttir, Heiðrún Kristjánsdóttir, Óskar Guðjónsson og Símon Jón Jóhannsson.

Ingibjörg Einarsdóttir

Kynnir og stjórnandi keppninnar var Ingibjörg Einarsdóttir.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2